Hvað eru sveitarfélög?

Sveitarfélög á Íslandi fara með ýmis verkefni á sínu svæði en stærstu verkefni þeirra eru fræðslu- og uppeldismál, æskulýðs- og íþróttamál og félagsþjónusta.

20. október 2016

Hvað eru sveitarfélög?

Sveitarfélög eru hluti flestra ríkja, sem sérstakt stjórnvald á afmörkuðum svæðum, borgum og bæjum. Sveitarfélög á Íslandi fara með ýmis verkefni á sínu svæði en stærstu verkefni þeirra eru fræðslu- og uppeldismál, æskulýðs- og íþróttamál og félagsþjónusta.

Sveitarfélögin eru nokkuð sjálfstæð frá ríkinu, þar sem fólk í sveitarfélögum kýs stjórnir þeirra sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum*. Þau eru því í raun önnur hlið hins opinbera, þó þau heyri formlega undir innanríkisráðuneytið*.

Sveitarfélög á Íslandi

Sveitarfélög hafa verið til mestalla Íslandssöguna í einhverri mynd, þó þau hafi ekki haft mikið sjálfstæði undir stjórn Danmerkur. Sveitarfélögin voru síðan endurreist af Danakonungi og fyrstu lögin um þau sett árið 1905. Þar með myndaðist grundvöllur núverandi fyrirkomulags.

Frá árinu 1950 þar til nú hefur sveitarfélögum á Íslandi fækkað úr 229 í 75 með sameiningum. Oftast er kosið um slíkar sameiningar í almennum kosningum innan þeirra sveitarfélaga sem ætlunin er að sameina.

Reykjavík er langfjölmennasta sveitarfélagið, með um 120 þúsund íbúa, en Kópavogur er næstfjölmennastur með um 30 þúsund íbúa. Lista yfir íslensk sveitarfélög eftir mannfjölda árið 2012 má finna á hlekk hér að neðan í vefsíðu Datamarket.

Frá árinu 1950 þar til nú hefur sveitarfélögum á Íslandi fækkað úr 229 í 75 með sameiningum. Oftast er kosið um slíkar sameiningar í almennum kosningum innan þeirra sveitarfélaga sem ætlunin er að sameina.

Sjá nánar:

Heimasíða Sambands Íslenskra Sveitarfélaga.
Kort af íslensku sveitarfélögunum.
Datamarket - Íslensk sveitarfélög - Mannfjöldi.
Bókin „Íslenska stjórnkerfið“ eftir Gunnar Helga Kristinsson.

20. október 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Vinna |  10.05.2017
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð