Hvernig virka sveitarstjórnarkosningar?

Á Íslandi eru 74 sveitarfélög. Öllum sveitarfélögunum stýra sveitarstjórnir sem íbúar þeirra velja í almennum kosningum.

09. nóvember 2016

Samband íslenskra sveitarfélaga - Sveitarstjórnarkosningar

Á Íslandi eru 74 sveitarfélög. Öllum sveitarfélögunum stýra sveitarstjórnir sem íbúar þeirra velja í almennum kosningum.

Flest sveitarfélaganna notast við sama fyrirkomulag og í Alþingiskosningum, þar sem hópar, samtök og stjórnmálaflokkar geta boðið fram framboðslista innan sveitarfélagsins sem kjósendur velja á milli. Þessir listar eru oft bundnir við stjórnmálaflokka á landsvísu en margir þeirra eru sérstök framboð, bundin við sitt sveitarfélag.

Einstaklingskosningar

Í fámennustu sveitarfélögum landsins er kosið eftir einstaklingum en ekki framboðslistum.  Þá eru allir kjörgengir íbúar sveitarfélagsins í raun í framboði.

Kjósendur skrifa á kjörseðilinn nöfn þeirra einstaklinga sem þeir vilja fá í sveitarstjórnina, yfirleitt fimm nöfn og svo nöfn fimm varamanna. Þeir einstaklingar sem flestir skrifa niður komast þá inn í sveitarstjórnina.

Á myndinni hér að neðan má sjá að einstaklingskosningar voru lengi vel mikið notaðar í sveitarfélögum (bláu súlurnar). Þeim hefur hins vegar farið verulega fækkandi síðustu ár, enda eiga að fara fram listakosningar (rauðu súlurnar) í sveitarfélagi ef nógu margir framboðslistar berast til þess.

Mynd fengin úr fyrirlestri Magnúsar Karel Hannessonar um persónukjör í sveitarfélögum. 

 

Myndband er eign Sambands Íslenskra sveitarfélaga 

Sjá einnig:

09. nóvember 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar