4. Spurning - Persónukjör til Alþingis?

Í spurningu 4 á laugardaginn verður spurt: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“

17. apríl 2013

Áttavitinn.is: 4 spurning, Vilt þú persónukjör í meira mæli en nú er ?

Spurt er hvort heimila eigi persónukjör til Alþingis í meira mæli en nú er.

Á Íslandi er persónukjör til forseta og smærri sveitarstjórna, í prófkjörum stjórnmálaflokkanna og í flestum félagasamtökum. Það þýðir að kjósendur velja fólk í kosningum - ekki flokka eða framboðslista.

Í Alþingiskosningum velja kjósendur hins vegar framboðslista flokka en ekki einstakar persónur. Hins vegar er persónukjör til Alþingiskosninga heimilað upp að vissu marki þar sem kjósendur geta strikað út nöfn af þeim framboðslista sem þeir kjósa (ekki öðrum) eða endurraðað listanum að vild. Áhrif þess á úrslit Alþingiskosninga og úthlutun þingsæta eru hins vegar lítil eins og sjá má í skýringu á vef Landskjörstjórnar.

Hér er spurt hvort kjósendum eigi að vera gefið meira færi á að kjósa persónur í Alþingiskosningum eða ekki. Líklegt er að það fæli einnig í sér meiri áhrif persónukjörs á úrslit kosninga og úthlutun þingsæta.

Ekki er þó kveðið á um nákvæmar útfærslur á persónukjörinu, í hversu miklum mæli það skuli heimilað eða hversu mikil áhrif persónukjör eigi að hafa samanborið við kjör flokka.

Það skiptir hins vegar miklu máli hvort þú vilt yfir höfuð meira persónukjör til Alþingis eða ekki.

Ef þú merkir við „já“ þá ertu því að kjósa með meira vægi persónukjörs til Alþingis en ef þú merkir við „nei“ ertu að kjósa gegn breytingum í þá átt.

Hér er spurt hvort kjósendum eigi að vera gefið meira færi á að kjósa persónur í Alþingiskosningum eða ekki. Líklegt er að það fæli einnig í sér meiri áhrif persónukjörs á úrslit kosninga og úthlutun þingsæta.

17. apríl 2013