Sjálfsmynd og kynlíf

22. júlí 2013

Spurning

Hæ, ég er fimmtán ára stelpa og er sjúklega hrifin af góðum vini mínum sem er 5 árum eldri. Hann er líka hrifinn af mér, eða allavega var það og fyrir stuttu vorum við í nokkurnveginn dúlli og sváfum saman. Þetta var fyrsta skiptið mitt og eftir þetta hefur hann látið eins og hann hafi engan áhuga lengur. Ég vil alveg sofa hjá honum aftur og er eiginlega alveg sama um að ég hafi ekki verið og sé ekki í sambandi, en ég er geðveikt óörugg með líkamann minn og er hrædd um að honum finnist ég ógeð. Líka það að ég held að hann hafi misst næstum allan áhuga á mér. Hjálp?

Sæl fimmtán ára stelpa.

Flott hjá þér að hafa samband. Þú talar um að þú sért óörugg með líkama þinn, en það er mjög eðlilegt sérstaklega hjá stelpum á þínum aldri. Líkaminn er mikið að breytast og þú að fá stærri brjóst, mjaðmir og þennan kvenlega vöxt. Mikilvægt er að muna að við erum öll ólík og með ólíkan vöxt og vera sáttur við hvernig maður er.

En varðandi vin þinn sem þú ert hrifin þá er lang best fyrir þig að fá á hreint hvað hann er að hugsa varðandi ykkur. Það er svo erfitt að reyna að giska á hvað fólk er að hugsa og mun betra að spyrja að því til að fá það á hreint. Ef þú hefur miklar tilfinningar til hans þá vil ég benda þér á að þá er ekki gott fyrir þig að vera að sofa hjá honum ef hann óskar ekki eftir því að vera með þér í sambandi. Hugsaðu fyrst og fremst um hvað er þér fyrir bestu, sem reyndar fer ekki alltaf saman við það hvað maður vill – hvað er best fyrir þig!

Gangi þér vel.

 

22. júlí 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016