Art Medica

Sérfræðingar í tæknifrjóvgunum.

02. maí 2016

Art Medica
Bæjarlind 12
200 Kópavogi
Sími: 515-8100
Netfang: ritarar@artmedica.is
Sími á rannsóknastofu Art Medica: 515-8110
Heimasíða: http://www.artmedica.is

Símatími:

Alla virka daga frá kl. 9:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00.

Tímapantanir hjá sérfræðingum:

Alla virka daga frá kl. 13:00 til 15:00

Tímapantanir fyrir almenna sæðisrannsókn á rannsóknarstofu:

Milli kl. 10:30 til 11:30 alla virka daga í síma 515-8110.

Opið alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Er ófrjósemi algeng?

Barnleysi háir um 15% para og er skilgreint sem sjúkdómur. Ófrjósemi veldur barnlausum pörum miklum áhyggjum og hugarangri. ART Medica veitir pörum alhliða læknisþjónustu sem miðar að því að rannsaka orsakir ófrjósemi og veita meðferð við henni.

Markmið Art Medica er:

 • að hjálpa pörum að ná markmiðum sínum um að eignast heilbrigt barn,
 • að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á,
 • að fylgjast með þróun og nýjungum í tæknifrjóvgunum.

Hjá Art Medica er hægt að fá eftirfarandi þjónustu:

 • sæðisrannsókn,
 • skoðun hjá kvensjúkdómalæknum,
 • frystingu fósturvísa,
 • frystingu á sæðisfrumum,
 • tæknisæðingu,
 • glasa- og smásjárfrjóvgun,
 • uppsetningu á frystum fósturvísum,
 • félags- og sálfræðiráðgjöf,
 • eggjagjöf,
 • upplýsingar um lyf.