Hitt Húsið

Hitt húsið er upplýsinga- og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Þ

12. nóvember 2013

Hvað er Hitt húsið?

Hitt húsið er upplýsinga- og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Þangað er hægt að leita til að fá aðstöðu eða til að koma hugmynd í framkvæmd. Í Hinu húsinu eru nokkur félagasamtök, sem rekin eru af ungu fólki og fyrir ungt fólk.

Eftirfarandi félög hafa aðsetur í Hinu húsinu:


Meðal þess sem í boði er í Hinu húsinu er:

  • aðstaða og aðstoð við að koma hugmynd í framkvæmd,
  • frí sýningaraðstaða í listagalleríinu Gallerí Tukt,
  • upplýsingar, góð ráð og svör við ýmsum spurningum sem brenna á ungu fólki,
  • frítt kaffi og aðgangur að tölvum með Interneti,
  • ráðgjöf í leit að sumarstarfi,
  • aðstoð og ráðgjöf með að vinna sig út úr félagslegum vandamálum.

Opnunartími:

  • mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 09:00 til 17:00.
  • þriðjudaga, fimmtudaga frá kl. 09:00 til 23:00.
  • laugardaga frá kl. 12:00 til 18:00.

Hafa samband við Hitt húsið

Pósthússtræti 3-5
101 Reykjavík
Sími: 411-5500
Netfang: hitthusid@hitthusid.is
Heimasíða: www.hitthusid.is

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016