Hjálpræðisherinn

22. október 2012

Samkomusalur Hjálpræðishersins
Kirkjustræti 2
101 Reykjavík
Símar:  552-1108 og 896-6891
Netfang: reykjavik@herinn.is
Heimasíða: herinn.is

Dagsetur Hjálpræðishersins
Granda á Örfirisey (næsta húsi við Seglagerðina Ægi )
Eyjarslóð 7
101 Reykjavík
Sími: 552-0718

Opnunartími:

Opið er alla daga frá kl. 12:00 til 17:00.

Hvað er Hjálpræðisherinn?

Hjálpræðisherinn er kirkjusamfélag sem vinnur gegn fátækt og veitir þeim aðstoð sem minna mega sín.

  • Hjálpræðisherinn var stofnaður í Bretlandi árið 1865 og hefur verið starfandi á Íslandi frá 1895. Alls er Hjálpræðisherinn starfandi í 122 löndum á 175 tungumálum. 
  • Meginmarkmið Hjálpræðishersins er að sýna manneskjunni alhliða umhyggju, með því að veita „súpu“, „sápu“ og „hjálpræði“ og boða kærleika Guðs.
  • Hreyfingin er öllum opinn, hægt er að sækja guðsþjónustur og taka þátt í sjálfboðastarfi.

Hvaða starfsemi er rekin á vegum Hjálpræðishersins?

  • Dagsetur er starfrækt þar sem fólki gefst færi á að hvílast, borða, fara í sturtu, þvo fötin sín, ræða málin og margt fleira.
  • Vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi veitir geðfötluðum, sem eiga við langvinn veikindi að stríða, heimili til lengri tíma.

Hvað er Herópið?

Hjálpræðisherinn gefur út blaðið Herópið, sem komið hefur út á Íslandi frá árinu 1895. Innan Hjálpræðishersins er starfræktur mótorhjólaklúbburinn Salvation Riders og er hann nú starfræktur í 12 löndum. Einnig rekur Hjálpræðisherinn fata- og nytjamarkaði þar sem seld eru notuð föt og munir. Nánar má lesa sér til um Hjálpræðisherinn á herinn.is.

 

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð