Húð og kyn

Þangað er hægt að leita óttist maður að bera kynsjúkdómasmit eða ef maður finnur fyrir einhverjum óþægindum á kynfærasvæðinu.

02. maí 2016

Hvað er Húð og kyn?

Göngudeild húð- og kynsjúkdóma, á Landspítalanum í Fossvogi, er í daglegu tali oft nefnd „Húð og kyn“. Þangað er hægt að leita óttist maður að bera kynsjúkdómasmit eða ef maður finnur fyrir einhverjum óþægindum á kynfærasvæðinu.

Hvernig pantar maður tíma hjá Húð og kyn?

Hægt er að panta tíma alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00 í síma 543-6050. Læknar eru á vakt alla virka daga. Þeir taka á móti fólki til kl. 14:00 en hjúkrunarfræðingar taka á móti fólki til kl. 15:30.

Hvernig fer fram athugun hjá Húð og kyn?

Hefðbundið kynsjúkdómarannsókn er gerð með þvagprufu. Óski maður eftir blóðprufu eða skoðun þarf að taka það sérstaklega fram.

Hvað þarf að bíða lengi eftir niðurstöðum frá Húð og kyn?

Niðurstöður úr HIV, klamydíu- og lekandaprófi koma að 3–4 virkum dögum liðnum. Önnur próf geta tekið lengri tíma, t.d. getur þurft að bíða eftir niðurstöðum um sárasótt í allt að 2 vikur.

Hvernig nálgast maður niðurstöður úr kynsjúkdómarannsókn hjá Húð og kyn?

Að skoðun lokinni fær maður gefið upp númer. Að nokkrum dögum liðnum má nálgast upplýsingar annað hvort með tölvupósti eða með því að hringja og gefa upp númerið sem manni var gefið. Komi maður aftur í rannsókn síðar heldur maður sama númerinu.

Opnunartími húð og kyn:

Opið er alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hvar er Göngudeild húð- og kynsjúkdóma (Húð og kyn)

Landspítalanum í Fossvogi
108 Reykjavík
Sími: 543-6050
Heimasíða: http://www.landspitali.is/Pages/14462

 Athugið að inngangur að göngudeild húð- og kynsjúkdóma er baka til á Landspítalanum í Fossvogi. Sjá kort.

 


Skoða alla staði á stærra korti

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Heilsa & kynlíf |  02.12.2014
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  29.06.2015 Af hverju er typpið mitt svona lítið?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?