Kvennasvið Landspítalans

Á kvennadeildum er veitt sérhæfð heilbrigðisþjónusta fyrir konur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og konur með vandamál vegna almennra og illkynja kvensjúkdóma

02. maí 2016

Opnunartími:

Alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hvaða þjónustu veitir kvennasvið Landspítala-Háskólasjúkrahúss?

Kvennasvið LSH sinnir barnshafandi konum á höfuðborgarsvæðinu og þeim konum utan af landi sem þurfa sérstakt eftirlit á meðgöngu. Undir kvennasvið Landspítalans heyra fimm deildir. 

Fæðingarvakt 23B

Þjónusta við konur í eðlilegri fæðingu auk þjónustu við konur með áhættuþætti sem þurfa sérhæft eftirlit í fæðingu.

Meðgöngu og sængurlegudeild 23B

Deildin er fyrir konur og börn sem þurfa sérstakt eftirlit á meðgöngu eða að lokinni fæðingu. Föður barnsins er einnig heimilt að dvelja þar frá morgni til kvölds, en heimsóknartími fyrir gesti er frá kl. 17:00 - 19:00. Meðal legutími er fjórir dagar en getur verið breytilegur.

Fósturgreiningardeild

Deildin sérhæfir sig í fósturskimun og fósturgreiningu á meðgöngu, en konur hafa val um að fara í slíkt. Á meðgöngu eru í boði tvær skoðanir, á 11.-14. viku og 19.-20. viku. 
Sími: 543-3258.

Mæðravernd LSH á 21B

Mæðravernd er hluti af móttökudeild kvenna og þangað koma konur í mæðravernd sem hafa sérstök vandamál á meðgöngu.

Móttaka kvenna 21AM

Móttaka kvenna er göngudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma, blæðingar í og utan þungunar. Mótakan sinnir einnig skoðunum og fóstureyðingum   

Brjóstagjafafagráðgjöf

Ráðgjafinn er starfandi á kvennasviði LSH og greinir og veitir meðferð við ýmis konar vandamálum tengdum brjóstagjöf. Þjónustan er ókeypis fyrstu 6 vikurnar eftir fæðingu. Eftir það er tekið gjald fyrir hana. Sími: 543-3292.

Ljáðu mér eyra

Er göngudeild sem veitir ráðgjafarþjónustu fyrir konur sem hafa áður upplifað erfiða fæðingu eða eru haldnar fæðingarkvíða.
Sími: 543-3250.

Hvar er kvennadeild Landspítalans? 

Kvennadeild Landspítalans
Hringbraut (Hús númer 2 á Landspítalasvæðinu)
101 Reykjavík
Símar: 543-3266 og 543-3265
Vefsíða

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016