Kvíðameðferðarstöðin

Kvíðameðferðarstöðin veitir sérhæfða meðferð við ýmsum kvíða og fælni.

06. ágúst 2013

Hvað er Kvíðameðferðarstöðin?

Kvíðameðferðarstöðin veitir sérhæfða meðferð við ýmsum kvíða og fælni. Um er að ræða meðferðarstöð þar sem boðið er upp á hugræna atferlismeðferð við kvíða og skyldum vandkvæðum fyrir fullorðna. Leitast er við að bjóða upp á einstaklingssniðna og árangursmiðaða meðferð sem fer ýmist fram á formi einstaklings- eða hópmeðferðar eftir því sem við á. Starfsfólk Kvíðameðferðarstöðvarinnar starfar saman í teymi sem samanstendur af sálfræðingum sem hafa sérhæft sig í meðhöndlun á þessu sviði. Árangur þeirrar meðferðar sem fer fram við Kvíðameðferðarstöðina er mældur reglulega til þess að tryggja gæði starfseminnar.

Hjá Kvíðameðferðarstöðinni má meðal annars sækja námskeið við...

  • félagsfælni,
  • flughræðslu,
  • ofsakvíða,
  • ofþyngd,
  • ræðukvíða,
  • svefnvanda.

Einnig er boðið upp á eftirfarandi námskeið:

  • sjálfsstyrkingarnámskeið,
  • námskeið í makaleit.

Hvar er kvíðameðferðarstöðin ? 

Kvíðameðferðarstöðin
Skútuvogi 1a
104 Reykjavík
Sími: 534-0110
Netfang: ksm@kms.is
Heimasíða: http://kms.is

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?