Neytendastofa

Neytendastofa er eftirlitsstofnun sem gætir þess að ekki sé brotið á neytendum.

14. janúar 2015

Hvað er Neytendastofa?

Neytendastofa er eftirlitsstofnun sem gætir þess að ekki sé brotið á neytendum. Hlutverk hennar er að treysta öryggi og réttindi neytenda í viðskiptum. Hún stuðlar að fræðslu um neytendamál og réttindi.

Hjá Neytendastofu getur fólk...

  • sent inn kvartanir telji neytandi að brotið sé á honum,
  • fengið upplýsingar og fróðleik um réttindi neytenda,
  • fengið upplýsingar um öryggi netverslanna,
  • fengið upplýsingar um mælitæki, s.s. vogir í verslunum.
  • fengið svör við algengum spurningum sem snúa að neytendamálum.

Hvar er Neytendastofa og hvernig er hægt að hafa samband 

Neytendastofa
Borgartúni 21
105 Reykjavík
Sími: 510-1100
Netfang: postur@neytendastofa.is
Heimasíða: www.neytendastofa.is

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016