Ríkisskattstjóri

Ríkisskattstjóri sér um skattamál fyrirtækja og einstaklinga.

14. nóvember 2012

Ríkisskattstjóri
Laugavegi 166
150 Reykjavík
Sími: 442-1000
Fax: 442-1999
Netfang: rsk@rsk.is
Heimasíða: www.rsk.is

Yfirlit yfir skattstofur má finna á heimasíðu embættisins.
 

Opnunartími:

Opið er alla virka daga frá kl. 9:30 til 15:30.

Hvað gerir ríkisskattstjóri?

Ríkisskattstjóri sér um skattamál fyrirtækja og einstaklinga. Hann sér m.a. um að annast álagningu skatta, veita upplýsingar og þjónustu til skattgreiðenda og halda utan um ýmsar skrár sem snúa að skatti og skattinnheimtu. Þannig reiknar ríkisskattstjóri út persónuafslátt, barnabætur, bifreiðagjöld, vaxtabætur, eignaskatt, og fleira og fleira.

Hjá ríkisskattstjóra getur fólk meðal annars...

  • fengið upplýsingar um skatta og álögur ríkisins,
  • fengið upplýsingar um skattamál sín,
  • stofnað fyrirtæki og hlutafélög,
  • sótt um endurgreiðslu á skatti,
  • orðið sér úti um skattkort og látið skipta skattkorti.

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Heimilið |  21.04.2015