Snyrtiskólinn

Nám í snyrtifræði

22. október 2012

Snyrtiakademían
Snyrtiskólinn, Fótaaðgerðaskóli Íslands, Förðunarskólinn og Naglaskóli Professionails
Hjallabrekku 1
200 Kópavogi
Sími: 533-7900
Netfang: skoli@snyrtiakademian.is

Hvaða nám er í boði við Snyrtiskólann?

Snyrtiskólinn býður upp á nám í sérgreinum snyrtifræði til undirbúnings fyrir sveinspróf. Áhersla er lögð á verklega færni sem nýtist vel til starfa á vinnumarkaði.

Hvernig er skipulag námsins í Snyrtiskólanum?

Nemendur hefja fyrst almennt bóknám í öðrum almennum framhaldsskólum og taka síðan sérgreinar snyrtifræði í Snyrtiskólanum.

Nám í snyrtifræði skiptist í:

24 eininganám í almennum greinum,
23 eininga nám í almennum sérgreinum,
70 eininga nám í sérgreinum,
40 eininga nám í 40 vikna starfsþjálfun.

Að loknum sérgreinum tekur við 10 mánaða starfsþjálfun á snyrtistofu undir stjórn meistara í snyrtifræði.

Að sveinsprófi loknu getur snyrtifræðingur farið í meistaranám í snyrtifræði, en þarf að hafa unnið áður í a.m.k. eitt ár undir stjórn meistara í iðngrein sinni.

Meistaranám er 17 eininga nám og veitir skólastjóri Snyrtiskólans nemendum upplýsingar um það.

Eftirfarandi áfangar eru kenndir í Snyrtiskólanum:

snyrtifræði,
fótsnyrting,
förðun,
handsnyrting,
háreyðing,
húðsjúkdómar,
litun,
líkamsmeðferð,
smitvarnir og sótthreinsun,
snyrtivörur,
stofutími,
sölutækni,
vax,
þjálfun á snyrtistofu,
þjónustusiðfræði.


Nánari upplýsingar má finna á snyrtiakademian.is.

Gjaldskrá Snyrtiskólans má finna hér.

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?