Stéttarfélög

Stéttarfélög eru félög launafólks sem hafa það að meginmarkmiði að gæta hagsmuna og réttinda launafólks í sinni stétt.

19. nóvember 2012

Hvað eru stéttarfélög?

Stéttarfélög eru félög launafólks sem hafa það að meginmarkmiði að gæta hagsmuna og réttinda launafólks í sinni stétt. Allir meðlimir stéttarfélaga greiða félagsgjöld sem eru ákveðið hlutfall af launum og kemur sú upphæð fram á launaseðli.

Hjá stéttarfélögum getur fólk:

  • fengið upplýsingar um kjaramál,
  • fengið aðstoð við útreikning á launum,
  • leigt sumarbústaði og orlofsíbúðir eða fengið orlofsstyrki,
  • fengið styrki til að sækja námskeið og nám,
  • fengið aðstoð í veikindum,
  • fengið styrki vegna heilsueflingar,
  • fengið aðgang að lögfræðiaðstoð.

Hvernig veit ég í hvaða stéttarfélagi ég er í?

Á launaseðlinum á að koma fram í hvaða séttarfélag maður greiðir félagsgjald.

Hafa skal í huga að maður á rétt á að velja í hvaða stéttarfélag maður greiðir félagsgjöld.

Hver eru stéttarfélögin á Íslandi?

Fjöldi stéttarfélaga starfa um allt  land. Mörg starfa undir heildarsamtökum sem eru:

Hér má finna lista yfir öll stéttarfélög á landinu.

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð