Stúdentagarðar

31. október 2012

Félagsstofnun stúdenta (FS) – Stúdentagarðar

Háskólatorgi
Sæmundargötu 4
101 Reykjavík
Sími: 570-0800
Fax: 570-0709
Heimasíða: www.studentagardar.is

Hvað eru Stúdentagarðar?

Námsmönnum við Háskóla Íslands stendur til boða að leigja húsnæði á vegum Stúdentagarða, sýni þeir fram á ákveðna námsframvindu.

  • Húsnæðið er af ýmsum stærðum og gerðum, frá einstaklings- og tvíbýlisherbergjum og upp í þriggja og fjögurra herbergja íbúðir fyrir fjölskyldur.
  • Herbergin og hluti íbúðanna eru leigð út með húsgögnum.
  • Húsnæði á vegum Stúdentagarða er í nokkrum byggingum í nágrenni Háskóla Íslands, en einnig við Lindargötu og í Fossvogi.
  • Óheimilt er að vera með gæludýr í húsnæði Stúdentagarða.
  • Stúdentagarðar eru reknir af Félagsstofnun stúdenta.

Hvernig sækir fólk um húsnæði á vegum Stúdentagarða?

Umsóknum um húsnæði á vegum Stúdentagarða skal skilað inn rafrænt á vefsíðu Stúdentagarða.

  • Nýnemar geta sent inn umsókn frá 1. júní, ef til stendur að hefja nám á haustönn, og frá 1. október ef hefja á nám á vorönn.
  • Skráðir nemendur við Háskóla Íslands geta sótt um hvenær sem er á árinu. Húsnæði er úthlutað til eins árs í senn.

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Heilsa & kynlíf |  02.12.2014
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  29.06.2015 Af hverju er typpið mitt svona lítið?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?