Tannsmiðaskóli Íslands

22. október 2012

Tannsmiðaskóli Íslands
Vatnsmýrarvegi 16
101 Reykjavík
Sími: 525-4892
Heimasíða: http://ti.si.is/nam/um-skolann
 


Hvaða nám er í boði?

Boðið er upp á nám í tannsmíðum, framhaldsnám er sótt erlendis.

Umsóknarfrestur til 1. júní.

Hver eru inntökuskilyrðin í Tannsmiðaskólann?

Nemandi skal hafa lokið grunnskólaprófi, hafa jafngildi stúdentsprófs í ensku og norðurlandamáli og auk þess búa yfir undirstöðuþekkingu í efnafræði.

Hversu langt er tannsmiðanámið?

Námið tekur fjögur ár og skiptist í bóklegan og verklegan hluta.

Hvernig er námsfyrirkomulagið?

Fyrstu þrjú árin fer kennslan fram í skólanum en síðasta árið fara nemendur í starfsþjálfun hjá tannsmíðaverkstæði hérlendis eða erlendis.

Hversu margir nemendur eru teknir inn í Tannsmiðaskólann á ári?

Þrír nemendur eru teknir inn ár hvert í skólann.

Hvaða starfsréttindi hlýtur maður að loknu námi í Tannsmiðaskóla Íslands?

Náminu lýkur með sveinsprófi og fær sá sem stenst það rétt til þess að kalla sig tannsmið.

 

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum