Þjónustumiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu

29. október 2012

Borgarbúar geta leitað til þeirrar þjónustumiðstöðvar sem tilheyrir því hverfi sem þeir búa í.  Hér fyrir neðan er listi yfir þær þjónustumiðstöðvar sem til eru á höfuðborgarsvæðinu.

Þjónustumiðstöðvar höfuðborgarsvæðisins eru 6 talsins, þ.e.:

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts,
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða,
Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða,
Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness,
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar,
Þjónustumiðstöð Breiðholts. 

Hvað eru þjónustumiðstöðvar höfuðborgarsvæðisins?

Þjónustumiðstöðvarnar, eða hverfamiðstöðvarnar, veita borgarbúum ýmis konar þjónustu, t.d. ráðgjöf og almenna upplýsingagjöf um starfsemi borgarinnar.

Hjá þjónustumiðstöðvunum er hægt að:

  • fá upplýsingar um þá þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir;
  • skila inn umsóknum um þjónustu borgarinnar;
  • fá ráðgjöf og upplýsingar um daggæslu í heimahúsum;
  • skila inn umsóknum fyrir leikskólapláss;   
  • fá félagslega ráðgjöf svo sem vegna uppeldis barna og unglinga, fjárhagsvanda, veikinda, fötlunar, öldrunar og vímuefnamála;
  • sækja um fjárhagsaðstoð. Aðstoðin getur verið í formi láns eða styrks eftir atvikum;
  • fá stuðning starfsmanna og/eða óska eftir að nýta þjónustumiðstöðvarnar til að efla hverfastarf;
  • skila inn og fá aðstoð vegna umsókna um húsaleigubætur;
  • sækja um sértæk búsetuúrræði, félagslegt leiguhúsnæði, þjónustuíbúðir fyrir aldraða ásamt dvalar- og hjúkrunarrými;
  • fá ýmsa aðstoð og ráðgjöf.


 

 

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Heilsa & kynlíf |  02.12.2014
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  29.06.2015 Af hverju er typpið mitt svona lítið?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?