Þunglyndi

22. júlí 2013

Spurning

Hvað kallast þunglyndi? Og hvað á maður að gera ef maður er þunglyndur?

Hæ og takk fyrir spurninguna!

Til eru margar góðar heimasíður sem fjalla um þunglyndi. Langar mig sérstaklega að benda þér á landlaeknir.is (sjá tenglar á Totalradgjof.is) Þaðan er linkur inná heimsíðuna Þjóð gegn þunglyndi, sem er mjög góð. Einnig er að finna á persona.is margar góðar greinar um þunglyndi og þar er m.a. grein sem fjallar um það hvað ungt fólk þarf að vita um þunglyndi. Þetta er t.d. af þeirri síðu: ,,Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel depurðar. Við tökum þá gjarnan til orða á þá leið "að það liggi fremur illa á okkur í dag." Stundum liggur einstaklega vel á okkur og við erum sérlega vel fyrirkölluð. Oftast eru slíkar sveiflur eðlilegar. Ef sveiflurnar ganga hins vegar út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða vikum saman er líklegt að um sjúklegt ástand sé að ræða. Slíkt gerist hjá einstaklingum sem eiga við þunglyndi eða geðhvörf að stríða.”

Hér eru dæmi hvert hægt er að leita, en þetta er fengið af landlæknis-heimasíðunni: Leitaðu ráða hjá: • Heilsugæslustöðvum • Bráðamóttöku geðdeilda • Sérfræðingum um geðheilsu, t.d. geðlækni, sálfræðingi, eða geðhjúkrunarfræðingi • Námsráðgjafa, presti eða félagsráðgjafa • Fjölskyldumiðstöðinni; þar er hægt að fá viðtöl fyrir foreldra með börn í vanda. • Ekki má hér gleyma því sem oft er mikilvægast, það er að ræða um vanlíðan sína við nána ættingja og vini.

Hér fyrir neðan eru heimilisföng og símanúmer ýmissa sem geta veitt þér hjálp og ráðgjöf: Heilsugæslustöðvar í hverju heilsugæsluumdæmi Sjá símaskrá Læknavaktin Smáratorgi 1, 200 Kópavogur Sími: 1770 Félagsþjónusta í einstökum sveitarfélögum Sjá símaskrá Hjálparsími Rauða kross Íslands Sími: 1717. Rauðakrosshúsið Tjarnargötu 35, 101 Reykjavík Bráðaþjónusta geðdeilda: Landspítali – háskólasjúkrahús við Hringbraut, 101 Reykjavík Sími: 543 1000 Fjórðungssjúkrahús Akureyrar Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri Sími: 463 0100 Geðhjálp Túngötu 7, 101 Reykjavík Sími: 570 1700 Veffang: http://www.gedhjalp.is Vinalínan Sími: 561 6464, grænt númer: 800 6464 Fjölskyldumiðstöðin Heilsuverndarstöðinni Barónsstíg 47, 101 Sími: 511 1599 Landlæknisembættið: Þjóð gegn þunglyndi Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnes Sími: 510 1900, fax: 510 19 Tölvupóstur: postur@landlaeknir.is Vefsíður: www.landlaeknir.is www. thunglyndi.landlaeknir.is

Gangi þér vel!

Kær kveðja,

22. júlí 2013