Að pakka fyrir utanlandsferð

02. júlí 2014

Spurning

Bók

Bók
Flokkun: 

Mig vantar gátlista fyrir það sem ég tek með mér til útlanda.

Hæ hæ

Það er frekar erfitt að gera gátlista fyrir utanladsferð þegar ekki er vitað hvert förinni er heitið. Ef verið er að fara á hlýjar slóðir er léttari klæðnaður yfirleitt hafður meðferðis heldur en ef verið er að fara á kaldari staði. Það er mjög mismunandi hvað það er sem fólk þarf að hafa með sér eins og t.d. lyf og þess háttar en mikilvægt er að muna eftir öllu sem nauðsynlegt er að hafa með. Það sem flestir eiga þó sameiginlegt með að þurfa að taka með sér er þó vegabréf, lyf, peningar/kort og föt. Sumir kjósa að pakka litlu sem engu niður í tösku og þá sérstaklega ef það er ætlunin að versla mikið. Einnig þarf að hafa í huga hvar gist verður þar sem mikill munur er á farangri ef gist er á hótelum þar sem boðið er upp á uppábúin rúm og þeim ævintýrum sem ódýrari gistingnum getur fylgt eins og að sofa í tjaldi. 

Eins og þú sérð er varla hægt að svara þessari spurningu. Þú ein/einn getur sett saman þinn lista með þeim atriðum sem nauðsynlegt er að hafa í þínu ferðalagi. Mikilvægt er bara að muna eftir helstu nausynjavörum allra ferðalanga eins og vegabréfum, lyfjum og vitaskuld aur.

Gangi þér vel

Tótal kveðjur

02. júlí 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  22.11.2012
Einkalíf |  02.05.2016
Heimilið |  20.10.2016