Að þora að brjóta ísinn

13. ágúst 2015

Spurning

halló, ég er 17 ára strákur sem er virkilega ástfanginn af stelpu. vandamálið er að stelpa þessi er í mjög samheldum vinahóp sem heldur sig mikið útaf fyrir sig og er lítið í því að hleypa öðrum inn. hún er það fyrsta sem ég hugsa þegar ég vakna og það síðasta sem ég hugsa þegar ég sofna en samt þori ég ekki, eða í raun kann ekki að hafa samskypti við hana eða láta áhuga minn í ljós. auk þess er erfitt að ná á henni tali án þess að þessi vinahópur sé allt í kringum hana með tilheyrandi óþægindum fyrir mig. mig langar bara að kynnast henni og láta áhuga minn í ljós en veit ekki hvernig ég skal fara að í þessum erfiðu aðstæðum þar sem vinahópurinn hennar hleypur mér ekki að. að auki er ég vikrilega óframfærinn.


Já þetta getur verið erfitt.  En ég held að þú vitir hvað þú þarft að gera en vantar bara kjarkinn og sjálfstraustið.  Þú verður að tala við hana, annað hvort að henda þér í það að tala við hana kringum vinahópinn, hringja eða senda skilaboð.  Ef þú hringir eða sendir skilaboð þá þarftu amk. ekki að tala fyrir framan vinina.  Hvað er það versta sem gæti gerst?  
Gætir þú fundið eitthvað sem þið eigið sameiginlegt og spurt hana út í eitthvað eða beðið hana að hjálpa þér með eitthvað, kannski tengt tómstundum, vinnu eða námi?  Það gæti brotið ísinn og í framhaldi af því gætir þú hrósað henni eða tékkað á hvort hún vilji koma í bíó eða eitthvað.  Hver veit nema að hún sé líka að pæla í þér en komi sér ekki að því að tala við þig og veit ekkert að þú ert líka að pæla í henni.  Kemst ekki að því nema að tala við hana. 
Mundu svo að þú veist ekki hvort hún sé stelpan fyrir þig fyrr en þú kynnist henni betur.  Þannig að kannski er þetta ekki svona erfitt eins og þú heldur.  Mundu að þú hefur marga kosti og margar stelpur vilja stráka sem eru pínu feimnir.
Hugsað málið og það er velkomið að skrifa aftur ef þú vilt.
Gangi þér vel.

 

13. ágúst 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Einkalíf |  22.07.2013 Kann ekkert að reyna við stelpur
Heilsa & kynlíf |  22.08.2013 Virkar pillan strax?