Af hverju finnst strákum stór brjóst æsandi?

03. september 2015

Spurning

Hæ hæ við erum tvær 12 ára stelpur og við vorum að spá af hverju karlmönnum finnst svona æsandi að sjá konur með stór brjóst.:)

Góð pæling hjá ykkur en líka smá misskilningur.  Það finnst nefninlega ekki öllum karlmönnum stór brjóst æsandi.  Sumum finnst bara ekkert flott að vera með stór brjóst en öðrum finnst stór flottust.  Þetta er bara smekksatriði.  Mörgum finnst brjóst vera kynæsandi, bæði lítil og stór, öðrum finnst rassar miklu meira kynæsandi eða bara fallegt bros.  Ég veit ekki afhverju fólki finnst hitt og þetta æsandi.  Bara eins og það er örugglega misjafnt hvað ykkur vinkonunum finnst flott.  Stórir vöðvar eða ekki og svo framvegis.

Bestu kveðjur og bara að spyrja áfram ef þið eruð að pæla.

03. september 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?