Af hverju þarf maður að skrifa símanúmer og gmail-ið sitt ef það er nafnleynd?

18. september 2017

Spurning

Af hverju þarf maður að skrifa símanúmer og gmailið sitt ef það er nafnleynd?

Góðan daginn

Þetta er mjög góð spurning hjá þér. Það er í raun engin skylda að skilja eftir símanúmer eða netfang. Það er valfrjálst að setja þær upplýsingar inn. Hins vegar bjóðum við upp á að setja þær upplýsingar inn (enginn annar sér þær þó) ef viðkomandi vill fá svarið sent í tölvupósti til baka, eins og þú gerir í þessu dæmi. Ef ekki er sett inn netfang þá þarf sá sem spyr sjálfur að vakta síðuna og sjá hvenær svarið sitt er komið inn. Símanúmerið er til þess að við getum þjónustað þá betur sem á þurfa að halda, heyra í viðkomandi ef málin eru alvarleg eða spyrjandi biður um að haft verði samband við sig.

Mundu nú samt að það sér enginn númerið þitt eða netfangið.

Takk fyrir þetta og ég vona að þetta gefi þér einhver svör

Bestu kveðjur

18. september 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð