Alltaf verið frekar vinafá

20. maí 2015

Spurning

Hæhæ ég er 18 ára stelpa og í gegnum lífið hef ég alltaf verið frekar vinafá og hef til dæmis aldrei átt "bestu vinkonu" sem ég get talað við um "allt". Ég byrjaði í menntaskóla á seinasta ári og það gekk alveg ágætlega en ég eignaðist enga vini og var nú oftast ein. Eftir nokkra mánuði á því að vera ein hætti ég eiginlega alveg að mæta í skólan, mér leið svo illa þar því ég átti enga vini, ég er ekki í skóla núna og á bara 2 vini frá því í grunnskóla og þessir vinir eru ekki mjög nánir mér og ég þarf alltaf að hringja fyrst í þau , þau senda mér aldrei sms eða neitt. Ég er svaka einmana og veit ekki hvað ég á að gera, ég á frekar erfitt með það að kynnast nýju fólki, því ég er frekar feimin og mjög óörugg með hvernig ég lít út. :(

Hæhæ

Leiðinlegt að heyra hversu illa þér líður. Fyrir það fyrsta þá á ekki að skipta neinu máli hvernig fólk lítur út. Það getur verið erfitt að komast yfir feimnina þegar sjálfmyndin manns er ekki nógu sterk og það er eitthvað sem þú verður að vinna í vina. Það er það sem fyrst þarf að laga, hvernig þú sérð sjálfa þig.

Það er rosalega gott að tala við einhvern um það hvernig þér líður og ef þú átt í góðu sambandi við einhvern úr fjölskyldunni, þá endilega ræddu þessu mál og þú getur þá kannski fengið aðstoð við að leita lausna.

Ég er viss um að á bak við litíð sjálfstraust þitt sé stórkostleg manneskja sem mikið er varið í og þú verður að sjá það sjálf til að geta sýnt öðrum. Það eru til mörg úrræði sem hjálpa okkur að öðlast meira sjálfstraust, þor og bæta sjálfsmyndina og eru þau hjá Dale Carnegie með frábær námskeið, skoðaðu  http://www.dalecarnegie.is/

Í Hinu Húsinu er einnig hópastarf fyrir ungt fólk sem er vinafátt sem kallast Vinfús. Endilega skoðaðu það hér: http://hitthusid.is/atvinna-og-studningur/vinfus/ og ekki hika við að senda okkur aftur ef þú hefur frekari spurningar.

Vertu þú sjálf og hafðu trú á þér.

Tótalkveðjur

 

20. maí 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heimilið |  21.04.2015
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?