Atvinnulaus

16. nóvember 2012

Spurning

Er atvinnulaus bara verið í skóla fyrir 2 árum og unnið 2 vikur hvernig kemst ég á atvinnuleysisbætur þvi að ég fæ enga vinnu og er 17 ára

Þar sem þú hefur einungis unnið í 2 vikur þá hefur þú ekki náð tilskyldum vinnutíma. Vegna þessa áttu að öllum líkindum engan rétt á atvinnuleysisbótum, þ.e. einstaklingar þurfa að hafa unnið c.a. síðustu 6 mánuði til þess að eiga rétt á bótum. Hitt er svo annað mál að ég myndi ráðleggja þér að skrá þig atvinnulausa/n hjá vinnumiðlun þar sem þú ert atvinnulaus og þá færðu líka ráðleggingar og aðstoð við atvinnuleit og átt jafnvel kost á að sækja ýmis námskeið sem þar eru í boði og gætu verið gagnleg fyrir þig. Annað sem verður að hafa í huga í þessu sambandi er það, að þar sem þú ert undir lögaldri (undir 18 ára) þá eru foreldrar og forsjáraðilar barna yngri en 18 ára skylt að veita þeim framfærslu. Þetta atriði er í reglum um fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar í Reykjavík þar sem talað er um framfærsluskyldu.

16. nóvember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum