Blæddi við fyrstu samfarir

02. maí 2016

Spurning

Hæ, ég er 17 ára stelpa sem hefur aldrei áður sofið hjá. Ég er búin að hitta einn strák núna 2 sinnum og í seinna skiptið þá ákváðum við að reyna að sofa saman. Ég var nýhætt á túr eða það voru svona 3 dagar síðan en allt hætt, en svo þegar við reyndum að sofa saman þá komst hann bara ekkert inn nema bara smá og það var mjög vont þannig við hættum. Svo þegar ég var að klæða mig og kveiktum ljósin þá var mjög mikið blóð í rúminu og mér blæddi mjög mikið allt kvöldið og svo einum degi seinna þá var það ennþá eins og ég væri byrjuð á túr. Ég veit ekkert hvað ég á að gera því eg skil ekki alveg hvað þetta er !


Þetta er líklegast ekkert til að hafa áhyggjur af,  það er spurning hvort hann hefur komist nógu langt inn til að meyjarhaftið þitt hafi rofnað.  Það getur blætt eftir það.  Það er misjafnt hvað blæðir mikið.  Ef það blæðir í marga daga, eða meira en venjulega eða ef þú finnur eitthvað til þá skaltu fara til læknis.  Þú getur pantað tíma á heilsugæslunni.
Lang líklegast er að blæðingin hætti og að þetta hafi verið vegna þess að meyjarhaftið rofnaði.
Endilega skrifaðu aftur ef þú vilt spyrja meira út í þetta.  Einnig vona ég að þú hugsir út í getnaðarvarnir og smokkinn þar sem þú ert farin að stunda kynlíf. 
Gangi þér vel, kveðja íris
 

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Heimilið |  21.04.2015