Bólur í andliti

19. janúar 2015

Spurning

hæ, ég á í smá vandamáli að stríða, ég er með svona bólur e'a eh, sem ég er búinn að vera með í marga marga mánuði, ég fór á kynþroskan frekar fljótt og veit ekki hvort það hefur eitthva að gera, ég hef aldrei stundað kynlíf en ég veit að að er að fara gerast á næstunni, þannig ég myndi helst vilja afgreiða þetta fljótlega. bólurnar eru ekki svona týpiskar unglingabólur, heldur svona litlar hvítar og ekki allar kúlulagaðar. þær eru frekar harðar, en mig verkjar ekkert í þær. er hægt að taka sýklalyf við þessu svo þetta bara fari? fyrir fram þakkir..

 

Þú þarft að láta meta það hvort þetta sé það slæmt að þú þurfir sýklalyf.  Þessar týpísku unglingabólur eru rauðar og aumar þannig að greinileg sýking er í húðinni en þú lýsir þessu ekki þannig hjá þér.  þú tekur svo ekki fram hvar þessar bólur eru á þér en þetta hljómar eins og þetta séu fitukirtlar, eða svona fitubólur og ef þetta er ekki rautt eða aumt er best að láta þetta vera og oftast hverfur þetta af sjálfum sér á einhverjum vikum.  Ef það gerist ekki þá er séns að sprengja bólurnar með sótthreinsaðri nál, þú getur t.d. keypt sprautunál í apóteki og þurrkað svo yfir svæðið með hreinum bómull.  Passaðu að þvo hendur vel fyrir og eftir að þú átt við bólurnar til að koma í veg fyrir sýkingu eða að dreifa bólunum enn frekar.

 

Annars ráðlegg ég þér að fara til læknis og láta kíkja á þetta ef þetta lagast ekki.

 

Gangi þér vel, íris

 

19. janúar 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018