Brátt sáðlát,verkir í eista og kláði.

19. janúar 2015

Spurning

Sæl verið þið! Til að byrja með þá vil ég benda á að þessi vefur hjá ykkur er algjör snilld! rakst á hann fyrir tilviljun og er þetta vefur sem virðist geta hjálpað mjög mörgum með sín vandamál! En núna er ég í vanda sjálfur..reyndar alveg 4 spurningar fyrir ykkur :) afsakið ritgerðina :) Ég er s.s. 24 ára KK og hef verið Active í kynlífi frá 17 ára aldri. ekkert vandamál með það nema það að jú.. ég endist venjulega ekki lengi... þannig að ég hef verið að reyna að æfa mig aðeins svona í einrúmi með því að fróa mér og þegar ég er við það að fa það þá stoppa ég í smá stund og byrja svo aftur og eyði stundum 15min-1,5klst í svona æfingar. virkar samt einhvað illa. Einhvað fleira sem hægt er að prófa til að byggja upp þolið?? þetta dregur alveg niður í manni þorið að finna sér maka því þetta er að mínu mati "niðurlægjandi" fyrir mig og leiðinlegt fyrir stelpuna þótt ég geti nú oftast byrjar svo gott sem strax aftur í flestum tilfellum en samt.. Svo annað.. á síðustu "æfingu" hjá mér þá hafði ég ekkert gert í 3 vikur og fór svo að "æfa þolið" og eftir ca 40 min þá byrjaði ég að fá smá verk í hægra eistað.. ok.. hefur svosem gerst áður bara útaf æsingi og fleira.. svo þegar á leið þá versnaði verkurinn og endaði það með því að ég helt þetta væri bara of mikill æsingur eða e-h útaf löngum tíma síðan síðast og áhvað bara að klára.. en nei þá fæ ég bara þennan svaka verk í miðju sáðláti / fullnæginu og er núna.. 2-3 tímum síðar mjög aumur og tiltörulega illt í hægra einstanu sem virðist leiða svona 5-8 cm upp í kviðinn... ekki nógu sniðugt.. finn lítið fyrir þessu ef ég ligg hálfpartinn í stólnum en við að hreifa mig þá kemur verkur... any ideas? það er bara eins og það hafi snúist uppá nippinlinn eða komið knútur á dæmið sem eistað hangir í eða einhvað... :) svo er það nú það að ég var nýlega að dúllast einhvað með skvísu í svona 2 mánuði og notuðum við ekki smokk. veit það að hún hefur alveg been around og það hef ég líka gert..og veit ég vel að þetta er ekki besta áhvörðun sem maður hefur tekið..en svo svona 3 vikum eftir að við hættum að hittast þá byrjaði ég að fá eftirfarandi einkenni: -Hvít skán undir forhúð (bara eins og forhúðarostur eða e-h) -Vond lykt (þríf hann 1-2 á dag en kemur samt alltaf aftur og skánin líka) - Kláði í kóng sem kemur og fer (ekki sviðið við þvaglát eða neitt. bara normal kláði í kónginum.) - stundum kemur líka eins og kláði inní félaganum. bara fyrir miðju. eins og inní þvagrásini og kemur stundum eins og smá roði í kringum gatið á kónginum sé engin útbrot eða neitt. svíður ekkert við þvag/sáð lát , og það virðist ekki skipta máli hvað ég skola félagann vel og oft þetta kemur alltaf aftur.. Any ideas? einhver STD? hef nú aldrei farið í check og kanski kominn tími á það og mun gera það áður en ég fer að hitta aðra stelpu. en áhvað að spyrja útí þetta hérna í leiðini :) - Svo er það spurning 4.. last but not least. vandamál sem ég hef átt við að stríða síðan ég var 12 ára gamall! mig klæjar alltaf svo all svakalega í Punginn. ég veit að flestir sem ég þekki klæjar alveg í punginn en þetta er ekkert normal. klóra mér ósjálfrátt oft til blóðs á næturnar í svefni. og klæar alltaf yfir daginn og þarf aaaaltaf að vera einhvað að hliðræða og klóra.. en verst er hvað manni svíður og er aumur og oft bara með sár eftir næturnar því ég vakna oftast upp um miðja nótt við það að ég er að klóra mér á fullu og bara oðrinn aumur.. Fór e-h til læknis útaf þessu í 10 bekk en hann sá ekki neitt að.. sagði mér bara að þrífa mig vel sem ég hef alltaf gert.. ...... fæ líka stundum svona hvítar "bólur" á hann eins og stíflaða fitukirtla en ekki oft. en þeir virðast oft tengjast kláða en oft klæar mig án þess að bólurnar séu til staðar.. Með vonir með góð og skjót svör! :) Með bestu Kveðju Einn með margar pælingar :)

Það er bara gott að vera með margar pælingar.  En mig langar að byrja á því að svara þér varðandi verkinn í eistanu.  Ef þetta hefur ekki lagast eða versnað eða komið aftur þá vona ég að þú sért nú þegar búinn að láta kíkja á þetta.  Ef svo er ekki en þú enn með verk eða finnur fyrir einhverju þegar þú örvast kynferðislega þá skaltu panta þér tíma hjá lækni.  Það er einfaldast og ódýrast að fara til þíns heimilislæknis, eða panta þér tíma hjá einhverjum lækni á heilsugæslunni í þínu hverfi. (Kíktu á heilsugaeslan.is ef þú veist ekki hvar hún er) eða þú getur pantað tíma á göngudeild húð- og kynsjúkdóma 543-6050 (líka ókeypis).  Það er rétt hjá þér að þetta getur bent til þess að það sé eitthvað sem er að þrengja að sáðrásunum, bólga eða það getur verið einhver snúningu þarna á eða þú getur verið með kynsjúkdóm.  Þetta þarf að skoða.  En þá kem ég að hinum einkennunum sem þú finnur fyrir.  Kláði og útferð getur bent til kynsjúkdóms og verkur í eista er líka eitt af einkennum t.d. Klamydíu.  Þannig að það er best hjá þér að fá úr því skorið hvort það sé málið.  Það er skoðað með þvagprufu þannig að það gæti ekki verið einfaldara og Klamydíu testin eru ókeypis.  Klamydía er það algegnur kynsjúkdómur að ef þú ert að sofa hjá án þess að nota smokk þá ættir þú að fara reglulega í tékk, og í þínu tilfelli sjö ár síðan þú fórst að stunda kynlíf og ekkert tékk...ekki gott.

Ef að Klamydíutestið er neikvætt þá gæti kláðinn stafað af sveppasýkingu (það er ekki kynsjúkdómur en getur smitast við kynmök).  Þá kaupir þú þér krem í apótekinu, til dæmis Daktacort, Canesten eða Pevaryl, og þú getur fengið þau án lyfseðils.  Ég myndi ráðleggja þér að prófa Daktacortið hvort heldur sem er og bera það á punginn vegna þessa kláða sem þú ert með.  Sveppasýkingu fylgir mikill kláði og sveppir elska raka og hita og þannig eru oft kjör aðstæður fyrir sveppi við kynfærin.  Daktacortið gerir amk. engann skaða þannig að þú ættir ekki að tapa á því að prófa það.  Ef það virkar mundu þá samt að nota það í 3-4 daga eftir að einkennin hætta til að ganga algjörlega frá sveppasýkingunni.  Annars getur hún tekið sig upp aftur.  Eins og ég segi þá getur þú keypt þetta bara beint í apótekinu án lyfseðils.  Það fylgja notkunarleiðbeiningar með.

Hvítu bólurnar sem þú minnist á eru þó að öllum líkindum alveg saklausar.  Hvítar bólur á limnum sem koma og fara eru mjög algengt vandamál. Hjá unglingum og ungum mönnum.  Það hættir svo með aldrinum.  Þú ættir að láta þær bara alveg vera nema ef þú verður rauður og bólginn undan þeim. 

Og að lokum, brátt sáðlát.  Ótímabært sáðlát er algengasta form kynlífsraskana hjá karlmönnum.  Flestir lenda í því einhverntíma á ævinni.  En það er líka skilgreiningar atriði hvað menn og konur telja of brátt sáðlát.  Hjá sumum verður sáðlát fyrir eða strax eftir að samfarir hefjast.  Það er ekki óalgengt að samfarir standi yfir í 4-8 mínútur þannig að ertu viss um að þú sért að fá það of fljótt?   Þessar æfingar sem þú talar um að örva þig og svo stoppa geta hjálpað.  Það er mjög gott líka að gera þetta með kærustu með sér.  Það er mælt með því að þú eða hún örvi þig fram að sáðláti þrisvar með biðtíma á milli og svo máttu fá það í fjórða skiptið.  Misjafnt hvað ferlið tekur langan tíma í hvert sinn.  Sumum finnst hjálpa að nota smokk við samfarirnar, að þeir endist lengur með smokk.  En oftast er þetta af sálrænum toga sem sáðlát verður of fljótt, lítið sjálfstraust og mikil löngun til að standa sig vel í kynlífinu getur þar spilað inn í og menn lenda í vítahring með að spá allt of mikið í þessu.  Þannig að besta ráðið er að reyna að taka sjálfan sig ekki of alvarlega, hafa gaman af kynlífinu og taka fókusinn af fullnægingunni og hafa laaaangan forleik og þá lofa ég að kærastan verður líka sátt, þó að sjálfar samfarirnar standi ekki neitt rosa lengi yfir.

Gangi þér vel og endilega skrifaðu aftur ef þú vilt nánari útskýringar eða bara hefur fleiri pælingar sem þú vilt fá álit á.

Kveðja íris

19. janúar 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum