Brún og illa lyktandi útferð

12. desember 2012

Spurning

hæhæ, ég er búin að fá brúna útferð annað slagið í svona mánuð en það fylgir enginn kláði en stundum er hún illa lyktandi en ekki alltaf samt, ég byrjaði á blæðingum í febrúar minnir mig .. er eðlilegt að útferðin sé stundum brún og illa lyktandi ?

Hæ Já það er eðlilegt að það gerist, sérstaklega í kringum blæðingar, eins og í lok blæðingatímans. Þetta er að öllum líkindum eðlileg hreinsun og kannski merki um að blæðingarnar séu ekki alveg reglulegar, að þetta séu smá milliblæðingar. En ef þú hefur sofið hjá og einhver séns er á kynsjúkdómi þá verður þú að láta tékka á því á heilsugæslunni eða á húð- og kynsjúkdómadeild (s. 5436050). En ef ekki þá ekki hafa neinar áhyggjur og sjáðu til hvort þetta lagast ekki. Gangi þér vel, kveðja íris

12. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Heilsa & kynlíf |  02.12.2014
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  29.06.2015 Af hverju er typpið mitt svona lítið?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?