Byrjunarstig þunglyndis?

29. maí 2012

Spurning

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég sé nokkuð á byrjunarstigi þunglyndis. Þannig standa málin að eldri systir mín er verulega þunglynd og er á miklum lyfjum. Fyrstu einkenni hennar voru mikilar skapsveiflur og svefn sem fór að vera hátt upp í 18 tímar á sólarhring. Núna er ég komin með verulegar áhyggjur af þessu hjá mér, ég er alltaf þreytt og er farin að geta sofið í 12-14 tíma á sólarhring sem gerðist alls ekki hjá mér áður. Mig langar oft að vera bara ein því þegar fólk fer að umgangast mig leiðir það til pirrings hjá mér. Eitt sinn ákváð ég meira að segja að hafa samband við kennarann minn og láta hann vita því ég hafði verið svo leiðinleg í skólanum undanfarið. Spurningin mín er því einfaldlega, af þessum einkennum sem ég hef lýst fyrir þér, heldurðu að það sé líklegt að þunglyndi sé að byrja?
Sæl
Þetta þurfa ekki að vera einkenni þunglyndis hjá þér. Ég heyri að þú hefur
áhyggjur af því hvernig þér líður og ættir þess vegna að gera eitthvað í
því að leita þér aðstoðar. Það er ekki gott að vera alltaf þreyttur og
önugur út í annað fólk. Mér finnst það mjög gott hjá þér að hafa samband
við kennara þinn sem þú varst pirruð út í, það sýnir ákveðinn þroska hjá
þér en þú þarft líka að gera eitthvað til að bæta líðan og hegðun. Ég heyri
að þú ert í skóla þannig að þú getur leitað til námsráðgjafa skólans,
hjúkrunarfræðings eða forvarnarfulltrúa. Þú getur einnig, ef þú býrð í
Reykjavík haft samband á Þjónustumiðstöðina í þínu hverfi (upplýsingar í
síma 411-11-11) og pantað viðtal hjá ráðgjafa ef þú ert orðin 18 ára. Ef þú
ert ekki orðin sjálfráða þurfa foreldrar þínir að panta fyrir þig tíma.
Það skiptir miklu máli að hafa stjórn á pirringi sínum og fá viðeigandi
aðstoð ef maður þarf á því að halda.

Gangi þér vel!
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar