Draumar og ráðningar

19. desember 2016

Spurning

Ókei núna í svona viku hefur mig dreymt það að ég sé að drukkna, ég var í eitt skipti í sundlaug í barnalauginni og svo eitt skiptið var ég í einhverjum helli og náði ekki að synda út og svo var það eitthvað annað sem ég man ekki alveg hvernig var. Áttu kannski einhver svör við hvað svona draumar merkja? Takktakk

Sæl og takk kærlega fyrir spurninguna.

Draumar eru merkilegt fyrirbæri, og vísindamenn eru ekki sammála um hvað draumar eru í raun eða hvaða tilgangi það sem við sjáum í draumum þjónar. Það sem við vitum er að draumar eru algengastir þegar  við náum svoköllum draumsvefni eða REM-svefni . Þegar við erum á þessu stigi svefnsins er heilavirknin mikil og sumir vísindamenn telja að, vegna þessarar  miklu virkni þegar draumar eru algengastir, sé heilinn þar með undirmeðvitund okkar í raun að vinna úr þeim hlutum sem við höfum upplifað.

Oft á tíðum dreymir fólki sama drauminn aftur og aftur. Meðan suma dreymir að þeir séu að detta dreymir marga líkt og þér að þeir séu að drukkna, eða að þeir geti ekki andað. Þessir draumar geta verið mjög óþægilegir og valda því oft að fólk vaknar frekar illa upp.

Margir telja einnig að draumar hafi merkingar og spái fyrir einhverju sem muni gerast í framtíðinni. Það eina við draumráðningar er ef maður flettir upp skýringum á sömu hlutunum í mismunandi bókum  þá ber þeim ekki  saman um það hvað það merkir. Þannig að oft er erfitt að fá einhverja eina skýringu á atriðum í draumum manns.

Á íslensku heimasíðunni  www.draumur.is er það til dæmis gæfumerki að dreyma það að maður sé að drukkna, á meðan á erlendu síðunni. Á þessari síðu hér getur þú séð mismunandi merkingar sem síðan hefur safnað af fjöldanum öllum af síðum  um draumráðningar á netinu:  http://en.mimi.hu/dreams/drowning.html.

Ég skil vel að það sé erfitt að dreyma óþægilegan draum aftur og aftur, en ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu og sjáðu hvort að draumar þínir breytast ekki með tímanum.

Dreymi þig vel!

Elín Lóa

19. desember 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  22.11.2012
Einkalíf |  02.05.2016
Heimilið |  20.10.2016