Dreifbýlisstyrkur?

18. ágúst 2015

Spurning

Hæ, Ég er að fara að byrja í FÍH núna í haust og er með lögheimili á Akureyri. Er þá möguleiki að fá dreifbýlisstyrk?

Til hamingju með að hafa komist inn í þennan frábæra tónlistarskóla!


Já, þú getur fengið dreifbýlisstyrk vegna náms í F.Í.H. og þú þarft að sækja um hann fyrir 15. október á “mínu svæði” á síðu LÍN. http://www.lin.is/lin/MittSvaedi.html

Þú getur lesið nánar um jöfnunarstyrk (dreifbýilsstyrk) á Áttavitanum.

http://attavitinn.is/nam/framfaersla/framhaldsskoli/dreifbylisstyrkur


Hins vegar geturðu ekki tekið bæði námslán og fengið jöfnunarstyrk, svo að ef þú hafðir hugsað þér að taka lán líka, þá þarftu að velja á milli.


Gangi þér vel í tónlistinni!

 

18. ágúst 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015