Á ég að koma út úr skápnum?

17. júlí 2015

Spurning

Á ég að koma út úr skápnum (er tvíkynhneigður) opinberlega áður en ég fer í menntaskóla eða ekki?

Ég hef verið kynvilltur um bil en ég veit núna að ég er tvíkynhneigður. Ég er ekki kominn út úr skápnum. Ég hef ekki sagt neinum eða talað við neinn um það. Ég hef verið að undirbúa mig fyrir að koma út úr skápnum gagnvart nánustu fjölskyldu og vinum (allir vinir úr grunnskóla). Ég veit að þau munu styðja mig en eitt sem ég veit ekki er hvort ég eigi að biðja þau um að halda kynhneigð minni leyndri. Ég var að klára grunnskóla og er á leiðinni í MH. Ég veit ekki hvort ég myndi vera meðhöndlaður öðruvísi í menntaskóla ef ég væri opinberlega tvíkynhneigður. Væri ég mjög líklegur til að vera hunsaður og baktalaður eða jafnvel lagður í einelti? Hver er besta aðferðin? Öðlast fyrst vini í menntaskólanum og koma síðan út úr skápnum, vera þegar opinberlega tvíkynhneigður, eða halda mér í skápnum?


Ég vildi að ég gæti sagt þér hvað er besta og öruggasta leiðin í þessu máli en ég get það því miður ekki.  Það er þó líklegast best að byrja á fjölskyldunni og því fólki í lífinu þínu sem þú treystir best.   Það gæti verið gott fyrir þig að hafa samband vid samtökin78 og spjalla við ráðgjafa þar. Kannski æfa þig í að tala um kynhneigð þína og finna út hvað það er sem þú vilt segja áður en þú rædir málin við fjölskyldu og vini.  Það gæti hjálpað við að draga úr kvíðanum sem þú finnur fyrir tengt þessari tilkynningu.  Kiktu a síðuna hjá samtökunum ef þú heldur að það gæti hjálpað þér : http://www.samtokin78.is/tjonusta/radgjof    Þú getur fengidð að spjalla við ráðgjafa í síma ef þú treystir þér ekki í viðtal og þú þarft ekki að gefa upp nafn frekar en þú vilt.  Það er æðislegt að þú vitir að fjölskyldan muni styðja þig og því skaltu ekki hika við að ræða við þau um kynhneigðina og áhyggjur þínar við að koma út í skólanum.


Að því sögðu þá er alltaf best að vera bara þú sjálfur.  Það er engin skylda ad tilkynna kynhneigð sína þó þú sért að kynnast nýju fólki og sért að skipta um skóla. Fólk kemst bara ad því þegar það kynnist þér og þeim sem þykir vænt um þug og eru sannir vinir ættu ekki að skipta um skoðun á þér eða dæma þig eftir því hvort þú ert hrifinn af strák eða stelpu.  Það er algjörlega þitt mál. Þú skalt fyrir alla muni ekki bæla niður þær tilfinngar sem þú hefur og vera stoltur af því að vera þú.   Ef einhverjum líkar það ekki þá er það þeirra vandamál en ekki þitt. Ég vona að reynsla þín af MH verði frábær og ég trúi því að lang flestir af samnemendum þínum séu ekki með fordóþa gagnvart tvíkynhneigð, ég vona að þú getir treyst því líka.  Það fylgir því mikið álag að finnast maður ekki geta verið maður sjálfur og að fela tilfiningar sínar. Þannig að mitt ráð er að vera eins og þú ert og ekki halda því leyndu.


Gangi þér ofsa vel.

17. júlí 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Réttindi tengd síðu

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð