Ég er alltaf gröð sama hvað er gert

02. maí 2016

Spurning

Hæhæ, ég er alltaf gröð sama hvað er gert... makinn minn aðeins eldri en ég og á það til að fá ekki löngun í kynlíf í langan tíma, en ég er alltaf gröð sama hvað makinn gerir. Yfirleitt gerum við eitthvað á hverjum degi, með mig en hún er alveg getulaus. Venjulega þá tökum við 30 til 60 mín í mig en samt er eins og ekkert hafi gerst hjá mér. Ég er alltaf blaut, og það eykst bara. Hvað er til ráða fyrir mig eða okkur ?

Hæ, það er margt sem getur haft áhrif á kynlífslöngun og ekki óalgengt að þarfir fólks í sambandi fari ekki alveg saman.  Það er mikilvægt að tala saman um málið til að koma í veg fyrir að þú finnir fyrir höfnun og að makanum finnist að það séu gerðar of miklar kröfur.  Það er númer eitt.  Best er að byrja á því að skoða hvað sé að valda og hvert sé í raun vandamálið.  Finnst makanum þið stunda of mikið kynlíf eða snýst þetta um erfiðleika við fullnægingu þegar þú talar um getuleysi.  Vilt þú stunda meira kynlíf?  Finnst þér þú ekki fá nógu mikið út úr kynlífinu ykkar?  Óskar þú eftir að þín löngun minnki og/eða að löngun makans aukist?  Það væri gott hjá ykkur að tala við ráðgjafa.  T.d. fá viðtal hjá kynfræðingi og fá greiningu á vandanum og ráðleggingar (http://kynstur.is/).  Það er mikilvægt að skoðun ykkar beggja fái að koma fram.  Það gæti vel verið að eitt viðtal dugi til.  Endilega skoðaðu það.  Ég held ég geti ekki gefið önnur ráð að svo stöddu nema að tala saman og fara saman í ráðgjöf.  Gerðu það sem fyrst til að koma í veg fyrir gremju og slæm áhrif á sambandið ykkar.

Tótalkveðjur.

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015