Ég fæddist með of stórt typpi

02. maí 2016

Spurning

Ég fæddist með of stórt typpi. það er 25 cm langt og kærastan mín þorir ekki að sofa með mér þvi hun heldur að ég passi ekki inn og það verði vont. Ég elska typpi mitt.

Ef að kærastan er hrædd um að typpið komist ekki inn þá er hún líklega ekki tilbúin til að hafa samfarir ennþá.  Það skiptir alltaf miklu máli að vanda sig, tala saman og  að bæði séuð tilbúin að taka þetta skref að fara að stunda kynlíf saman.  Það þarf að taka sér góðan tíma, hafa langan forleik og reyna að minnka stressið eins og hægt er.  Hafa öruggar aðstæður, ekki vera hrædd um að einvher komi að ykkur, hafa góðan tíma og kósí.  Ef að stelpan er hrædd eða stressuð þá eru miklu meiri líkur á því að það gangi erfiðlega að koma typpinu inn hvort sem það er stórt eða ekki.  En ef að hún slakar á og það er tekinn góður tími í kelerí og hún orðin gröð þá gengur þetta oftast bara vel.  Þetta snýst allt um hvernig ykkur líður og hvort þið eruð tilbúin.  Þar sem typpið er stórt þá er ástæða til að fara hægt og láta hana um að stjórna því hve langt eða hratt typpið fer inn þegar hún er tilbúin að hafa samfarir.  Munið svo eftir smokknum, það skiptir líka miklu máli að hafa ekki áhyggjur af óléttu eða kynsjúkdómum.

Frábært að þú elskir typpið þitt.

Gangi ykkur vel.

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016