Ég held að ég sé lesbía

30. september 2014

Spurning

Ég er 15 ára stelpa og ég held að ég sé lesbía því ég laðast að stelpum, en ekki strákum. Er ég einhvað normal, eða hvað? Ég sagði vinum mínum frá þessu og þær forðast mig alveg núna Svo er ég alveg dauðhrædd við hvernig ég eigi að segja foreldrunum mínum frá þessu. Ég get ekki sagt mömmu minni, því að hún er svo ofboðslega fordómafull og pabbi segir örugglega mömmu frá. Ég veit að það eru einhver samtök fyrir gay fólk, en ég þori ekkert að hringja þangað og segja þeim að ég sé lesbía. Ég vildi að ég væri ekki svona. Kannski er það rangt að vera öðruvísi.

Sæl.

Það getur verið erfitt að taka þessi fyrstu skref varðandi kynhneigð sína á unglingsaldri. Þar sem þú segist halda að þú sért lesbía, legg ég til að þú kíkir á heimasíðu Samtakanna ’78, Þar kemur m.a. fram að til að taka fyrsta skrefið og nálgast aðra í sömu sporum finnst mörgum mikilvægt að geta rætt um líðan sína og tilfinningar í síma og er símtal til Samtakanna ´78 oft fyrsta tækifærið til að ræða tilfinningamálin án þess að þurfa að koma fram og segja hver maður er. Síminn er 552 7878. Símtölin leiða oft til þess að viðkomandi pantar viðtal hjá félagsráðgjöfum Samtakanna ´78 www.samtokin78.is og er boðið uppá klukkutíma viðtal að jafnaði og er sú þjónusta ókeypis.

Að auki er þarna starfandi Ungliðahópuri sem er ætlaður samkynhneigðum og tvíkynhneigðum ungmennum á aldrinum 14-20 ára. Tilgangur hans er að skapa og styrkja félagsleg tengsl milli þeirra. Ég held að það sé gott fyrir þig að kynna þér þessa heimasíðu og lesa þig aðeins til varðandi samkynhneigð. Það er líka alltaf gott að geta rætt svona hluti við einhvern og þá sérstaklega trúnaðarvin, eða einhvern aðila sem þú treystir vel (getur verið foreldri, eldri systkini, kennari, námsráðgjafi osfrv). Ekki heldur hika við að hringja í samtökin og leita þér stuðnings og tækifæris til að ræða málin. Gangi þér allt í haginn.

 

Erla S. Hallgrímsdóttir,

félagsráðgjafi, MSW

30. september 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?