Ég held að ég sé með HSV-kynsjúkdóminn

02. desember 2016

Spurning

Hæ, er nokkuð viss um að ég sé með HSV kynsjúkdóminn og eg er að drepast. Kynfærin mín eru öll út í sárum og það er allt vont, meira að segja að sitja. Er eitthvað sem eg get gert til þess að þetta grói hraðar? Hverfur þetta aldrei alveg? Verð ég alltaf með þennan sjúkdóm?

Þú skalt fá örugga greiningu og læknisráð ef þú ert með sár á kynfærum.  Það er margt hægt að gera til að hjálpa til en verður að vera viss um hvað er í gangi. Það eru til lyf sem að hjálpa við einkennum Herpes.  Einnig væri gott hjá þér að fá ráðleggingar um hvernig mætti fyrirbyggja eða minnka líkurnar á útbrotum.  Pantaðu þér endilega tíma hjá lækni til að fá greiningu og ráð.
Þú getur pantað þér tíma hjá heilsugæslulækni, hjá húð- og kynsjúdkómalækni eða á göngudeild húð- og kynsjúkdóma s. 5436050.

Gangi þér vel.

02. desember 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016