Ég ræð yfir mínum líkama

13. október 2015

Spurning

hæ er með spurningu,


Þannig er nú málið að ég er algjör frík. Lifi sem kona og hef gert það í eitt ár, vil fá brjóst en fæ það ekki. Er pirruð, tala um mig í kvennkyni, er kall. Ég vil fá að skapa minn líkama sjálf, vera svona konu hommi.  Af hverju má ég ekki fá brjóst ef ég vil? Ég ræð yfir mínum líkama og vil vera svona súper hommi. Mamma styður mig og við erum mjög opinskáar hvor við aðra, hefur stundum þurft að hjálpa mér ef ég hef fest dildoa í rassinum svo dæmi sé tekið um okkar samskipti sem eru opinská og engin leindarmál.  Ég vil fá brjóst,  losna við skeggið og bara allt kalla útlit nema typpið. Af hverju má ég það ekki ef ég vil það?

Þú ert ekkert frík.  Þú ert eins og þú ert og líður eins og þér líður og punktur basta með það.  Ég upplifi frík amk. sem eitthvað neikvætt og ef þú gerir það líka þá vona ég að þú hættir að hugsa um þig sem frík.  Þú ert bara þú.  En þá kemur að spurningunni varðandi kroppinn.  Er einhver sem segir að það megi ekki vera með brjóst og typpi?  Ég held að það megi bara alveg vera þannig ef maður vill.  Þetta kostar auðvitað aðgerðir, brjóstastækkun og laser til að losna við hárvöxt og það þarft þú að borga.  En held að þú megir það alveg og getir tekið ákvörðun um það án þess að fá leifi frá neinum.  Þó ættir þú auðvitað að ráðfæra þig vel við lækni eða sálfræðing til að vera viss áður en þú ferð út í erfiðar og kostnaðarsamar aðfgerðir.

En ef þú ert að tala um hormónameðferð þá er það strangara ferli.  Ef þú vilt fara í gegnum kynleiðréttingarferlið að öllu leiti nema að láta breyta kynfærum, þá þekki ég það því miður ekki nógu vel til að vita hvort það sé bannað að taka bara hluta af leiðinni.  Mér finnst það samt eitthvað svo ólíklegt þar sem þetta hlítur að snúa að því að líða vel í eigin líkama.  Einnig gæti verið að hormónameðferðin hafi áhrif á typpið og virkni þess...  Það er mikilvægt að hafa það í huga.  Hefur þú rætt við ráðgjafa hjá samtökunum78?  Skoðaðu það hér: http://www.samtokin78.is/tjonusta/radgjof

Einnig er hér bæklingur: https://hinsegin.files.wordpress.com/2010/11/trans-bc3a6klingur.pdf

Ég hvet þig til að hafa samband við ráðgjafa hjá Samtökunum 78.  Þú ert pottþétt ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta.  Þú gætir lært af fyrri reynslu og fengið ráð um hvar er best að byrja.  Þú gætir líka prófað að senda línu á tansiceland@gmail.com og sjá hvaða ráð sérfræðingar þar hafa fyrir þig.

Vona þetta hjálpi eitthvað.  Gangi þér vel.

13. október 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð