Ég svaf tvisvar hjá strák án smokks, gæti ég verið ólétt?

02. maí 2016

Spurning

Par

Par
Flokkun: 

Ég svaf hjá stráki án smokks tvisvar en hann fékk það aldrei inní mig. Ég veit af þessu með sáðlátið sem getur komin áður en hann fær það, þess vegna er ég stressuð um að vera ólett. Ég byrjaði á túr 4 dögum eftir samfarirnar sem er aðeins fyrr en vanalega, samt bara nokkrum dögum. Er möguleiki að ég gæti verið ólétt þó svo að ég sé á túr?

Það er vissulega möguleiki á því að verða ólétt þó að strákurinn fái það ekki inn í þig.  Og það er séns að vera ólétt þó að þú farir á blæðingar, sérstaklega getur breyting á blæðingum verið merki um það að þú sért ólétt.  Þú skalt því taka þungunarpróf til að vera viss.

Ég ráðlegg þér líka að fara í kynsjúkdómatékk þar sem þið notuðuð ekki smokkinn og breytingar á blæðingum geta líka verið einkenni um kynsjúkdóm.  Þannig að pantaðu tíma hjá heimilislækni, kvensjúkdómalækni eða á göngudeild húð-og kynsjúkdóma.

Gangi þér vel og munu að nota smokkinn næst :)

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016