Einangrun vegna kjaftasögu

29. maí 2012

Spurning

Ég er 14 ára stelpa sem býr úti á landi. Ég var með strák þegar ég var í 7unda bekk og við vorum mjög feimin, við kúrðum og kysstumst ekkert meira en það bara rosalega saklaust :) það sáu allir í skólanum hvað við vorum feimin saman... t.d einu sinni var ball og allir voru að biðja okkur um að kyssast.. bara á munninn við gerðum það en bönnuðum allar myndavélar, svo voru allir að ýta á okkur á að fara í sleik en við vildum það bara ekki, okkur fannst bara eins og við ættum að gera svoleiðis í friði... svo hættum við saman og einhver fór að gera kjaftasögu um að ég væri mella.. allir trúðu því ótrúlegt því að allir ættu að vita að ég var ótrúlega feimin með fyrrverandi... ég vissi ekki að þessu, bara allir vinir mínir hættu að umgangast mig ? svo núna desember 2009, þá veit ég ástæðuna.. ég átti bunch af góðum vinum og svo allt í einu eru þeir ekki til staðar....og ég gerði ekki neitt ? ég á eina bestu vinkonu en hún hittir mig ekki alltaf.. vill alltaf frekar vara með eldri og “kúl” vinum sínum.. svo er ég bara varaskeifa... í dag þá var hún ekki í skólanum og ég var bara ein öllum sama enginn tekur eftir þessu... mér líður bara illa í skólanum... og eftir skóla... veit ekkert hvað ég á að gera ? Hjálp ?

Sæl Það er mjög mikilvægt að þú reynir að ræða þetta mál við einhvern fullorðinn sem þú treystir. Ef þú átt þannig samband við foreldra þína væri það mjög gott, því manni líður oft betur um að ræða um hlutina, annars hringsnúast bara hugsanirnar í kollinum á manni, eða eldri systkin, frænkur, frænda eða jafnvel einhver í skólanum, námsráðgjafi kennari, þjálfari.

Það er ekki gott að þú standir svona ein og skólinn verður að vita af því ef þú upplifir það að fólk sé að forðast að umgangast þig- þess vegna er mikilvægt að þú segir frá þessu í skólanum, einhverjum fullorðnum þar sem þú treystir. Starfsfólk skólans á að getað skoðað málið og rætt við krakkana án þess að það fattist að þú lést vita af þessu.

Endilega láttu líka vita af því að þú sért mikið ein eftir skólann,því augljóslega líður þér ekki vel með þetta. Athugaði einnig hvort þú getir ekki reynt að nálgast einhvern í þessu stóra vinahóp sem þú áttir, til að útskýra þitt mál og til að heyra nánar um ástæðuna af hverju allir loka svona á þig. Svona sögusagnir þarf að laga, en mikilvægt að ganga í þetta rólega, ekki tala við of marga í einu, heldur finna einhverja fáa (einn eða fleiri) sem þú virkilega treystir.

Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Endilega skrifaðu okkur aftur ef þér finnst málin ekki hafa lagast.

Hulda Björk Finnsdóttir, félagsráðgjafi

29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar