einelti

29. maí 2012

Spurning

Góðan daginn. Ég er stelpa á 3. ári í menntaskóla og mér líður ekkert sérlega vel. Ég hef einu sinni farið til sálfræðings út af félagsfælni sem kom þegar ég var 15 ára, það lagaði eitthvað smá þrír tímar hjá sála. En svo lenti ég í einelti ári seinna og þá leið mér rosalega illa og ákvað að fara á sjálfstyrkingar námskeið sem var frábært. Núna er ég í skóla og byrjaði haustið að vera ein af hamingjusömustu manneskjunum fannst mér, vann með börnum í allt sumar sem gerði mér gott. En svo núna um daginn var mér ekki boðið með fullt af vinkonum í partý hjá einni þeirra og ég fékk alveg rosalega slæma tilfinningu líkt og þegar ég lennti í eineltinu og núna langar mig ekkert í skólann, reyni að hitta engann í frímínútum, sef þegar ég kem heim úr skólanum og stundum tvisvar á dag og hangi í tölvunni allan daginn, hef engann áhuga á að læra og bara með mikla vanlíðan. Og ég er í tómstundum sem mig langar að hætta í. En mig langar ekki að segja foreldrum mínum frá þessu núna því þau borguðu sálfræðingnum og sjálfstyrkinganámskeiðið. Og þar sem ég er nýorðin 18 þarf ég ekki að segja þeim frá þessu. Og mér finnst eiginlega nauðsynlegt að leita mér hjálpar því ég tók upp skæri um daginn og ætlaði að skera í hendina með þeim. En sem betur fer gerði ég það ekki :S Á ég ekki að leita mér hjálpar??
Hæhæ... Ég vil byrja á því að hrósa þér fyrir að senda fyrirspurn hingað. Það er fyrsta skrefið í að láta sér líða vel:)... En leiðinlegt að heyra að þér líði ekki sérlega vel... Mikilvægt er að leita sér hjálpar ef manni líður ekki vel. Okkur finnst sjálfsagt að fara til læknis þegar okkur líður illa líkamlega, til dæmis fáum slæma pest. Eins er sjálfsagt að leita sér hjálpar þegar manni líður illa á sálinni. Gott er að finna sér einhver til að tala við eins og námsráðgjafann eða einhver ættingi sem þú treystir. Þeir geta þá vísað þér til fagaðila, eins og sálfræðings eða félagsráðgjafa. Ég held þó að þér sé óhætt að tala við foreldra þín því eins og þú segir á borguðu þeir fyrir sálfræðinginn og sjálfstyrkingarnámskeiðið og vita þá g reinilega hversu sjálfsagt og nauðsynlegt er að leita sér hjálpar ef manni líður illa. Samhliða því að ræða við fagaðila er gott að rifja upp atriði sem þú lærðir á sjálfstyrkingarnámskeiðinu. Gangi þér vel, Kveðja Hildur Ýr
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018