Ekki góð reynsla af lífinu

17. júlí 2012

Spurning

Ég hef ekki haft góða reynslu á lífinu og langar ekkert smá mikið að stytta mér líf, svo er ég alltaf kvíðinn og á erfitt með að sofna. Mér vantar hjálp en ég þori ekki að spurja. Ég er ennþá svo hrædd, og ég kann ekkert smá mikið að halda upp grímuni minni!! Hvað á ég að gera??

Sæl
Það er mikilvægt að maður ræðir við einhvern fullorðinn sem maður treystir þegar manni líður svona illa.  Lang best væri að þú ræddir við foreldra þína.  Það er hægt að leita sér aðstoðar  en ef þú ert undir lögaldri þurfa forráðamenn eða foreldrar að vera með og þess vegna er best að segja þeim strax frá.  Ef þér finnst það erfitt gætir þú fengið hjálp frá einhverjum öðrum fullorðnum til segja þeim frá.  Einnig gætir þú rætt fyrst við vin/vinkonu eða skrifað niður hvernig þér líður og afhent til dæmis foreldrum þínum. Foreldrar þínir geta svo í framhaldinu leitað til fagfólks hjá Þjónustumiðstöðum/félagsþjónustum í sveitafélaginu sem þú býrð í eða á heilsugæslu sem þið tilheyrið. 
Mikilvægt er að þú leitir þér aðstoðar sem fyrst.

Gangi þér vel
Hulda Björk Finnsdóttir félagsráðgjafi

17. júlí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?