Endaþarmsmök

29. maí 2012

Spurning

Ég hef verið í föstu sambandi um nokkurn tíma. Fyrir nokkru síðan (u.þ.b. fyrir ári) ákváðum við að prufa endaþarmsmök. Allt mjög snyrtilega gert, smokkur notaður og fundin stelling sem ég náði að slaka vel á. Ég er ekki nýbyrjuð að stunda kynlíf og ekki á aldrinum kringum 14 ára ef það er áhyggjuefni. Allt gekk mjög vel og mun minni sársauki við þennan meydómsmissi en þann fyrsta, soldið skrítið daginn eftir og auðvitað stækkaði gatið, svo við gerum þetta mjög sjaldan og ekki harkalega. Fylgdi þessu svo hin fínasta fullnæging beggja seinna, en ég hef nokkrar spurningar. Geta þau verið holl ef farið er rétt að? Er hægt að æfa vöðvana til að ekki taki eins langan tíma fyrir þá að ná sér eftir hvert skipti? og geta karlmenn ekki fengið sýkingar á typpið ef því er stungið beru á hinn staðinn?
HÆ Það er ekkert að því að stunda endaþarmsmök ef það er gert á eins ábyrgðafullan hátt og þið hafið gert. Ég myndi samt ekki kalla það beint hollt en ætti að vera meinlaust ef varlega er farið. Gatið stækkar ekki við endaþarmsmök en tilfinningin gæti verið þannig fyrst á eftir ef vöðvarnir eru aðeins slappir. Þú getur hjálpað til með það með því að styrkja vöðvana, gera grindarbotnsæfingar og klemma hringvöðvann í endaþarminum saman..eins og þú sért að halda í þér. Hreinlæti er mjög mikilvægt og það er sýkingarhætta ef ekki er notaður smokkur. Sérstök hætta fylgir því þó að færa typpi úr endaþarmi og aftur í leggöng hvort sem notaður er smokkur eða ekki. Það verður alltaf að þvo typpi eða hluti áður en þeir eru færðir á milli því annars getur konan fengið sýkingu í leggöng. Það er frábært hvað þið eruð ábyrgðafull í þessu og greinilegt að þið þorið að tala saman og það gildir gagnkvæm virðing í kynlífinu ykkar, þannig séð er þetta bæði hollt og gott. Bestu kveðjur Íris Íris Jónsdóttir Skólahjúkrunarfræðingur
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum