Er að byrja í framhaldsskóla

29. maí 2012

Spurning

hææ... ég er að fara að byrja í framhaldsskóla... ég hef haft það soldið erfitt og fengið mikkla hjálp frá gamla umsjónarkennaranum mínum.. en núna er ég búin í grunnskóla.. ég get ekki talað við neinn (þótt ég hafi reynt soldið) um líðann mína.. en mér tóskt það loksins og ég hitti hann oft og hann var ótrúlega góður við mig og hjálpaði mér mikið.. en núna er ég að fara í framhaldsskóla og ég er með svo margar spurningar til að spurja hann af eða einhvern bara.. hvað á ég að gera.. því að foreldrar mínir vita ekki að ég hafi leitað mér aðstoðar.. hvert get ég leytað?? p.s. er greind með kvíða. ef það skiptir einhverju máli :S
Sæl/l Það væri líklega best fyrir þig að panta tíma hjá námsráðgjafanum í menntaskólanum sem þú ert að fara í. Það eiga að vera námsráðgjafar í öllum menntaskólum. Þeir eru með viðtalstíma og þú ættir að geta fundið upplýsingar um þetta á heimasíðu skólans sem þú ert að fara í. Það gæti verið að námsráðgjafinn sé byrjaður að vinna því nú eru kennarar að undirbúa veturinn. Það gæti því verið gott fyrir þig að senda meil á þennan námsráðgjafa og heyra í henni og athuga kannski hvort þú getir fengið viðtal sem fyrst. Ef þú býrð í RVK þá er líka í boði að hringja í 411-1111 og panta tíma hjá þjónustumiðstöðinni í þínu hverfi en í þeim eru gjarnan starfandi námsráðgjafar. Gangi þér sem allra best. Bkv. Ösp
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar