Er ég byrjuð á blæðingum?

09. apríl 2018

Spurning

Hæ,hæ! Ég er stelpa á 14 ári sem hefur aldrei farið á blæðingar. Núna síðustu helgi byrjaði ég að fá svona mjög dökk brúna þykka útferð og ég hef verið með hana síðan (í ca 5 daga). Ég hef verið að leita svara um hvað þetta er og meðal annars hérna inná áttavitanum en ég hef ekki fundið nein almennileg svör :( Spurningin mín er „er ég byrjuð á blæðingum?” Einu svörin sem ég hef verið að fá er t.d. blæðingar þínar eru ekki orðnar reglulegar og þannig og eitthvað efna dæmi í líkamanum...... en svarið sem ég er að leita að er „já þú ert byrjuð á blæðingum” eða „nei þú ert ekki byrjuð á blæðingum en þetta getur verið......” væri til í að fá svar sem fyrst :) (og annað eru milli blæðingar taldar sem blæðingar?)

P.s. Ég hef aldrei Stundað kynlíf

Með fyrirfram þökkum :)

Já, dökk útferð í 5 daga, brún.  Já þetta eru líklegast fyrstu blæðingarnar þínar.  Sem sagt; Já þú ert byrjuð á blæðingum.    Til hamingju :)

09. apríl 2018

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?