Er hægt að laga ör?

18. ágúst 2015

Spurning

Hæ, ég er 15 ára stelpa og ég gerði mjög heimskulegan hlut fyrir hálfu ári. Ég byrjaði að skera sjálfan mig. Ég var í vondum félagsskap og leið ílla og ég skammast mín mjög. En núna er allt í lagi nema það að ég er með ör á handleggnum og ég hata það og vill ekki að í framtíðinni muni fólk kannski kynnast mér og finnast ég vera skrítin þegar þau sjá þetta. Er eitthvað hægt að gera til að draga úr þessum örum? Húðmeðferð eða eitthvað?


Mikið er gott að heyra að þér líði betur.  Þú skalt panta þér tíma hjá húðsjúkdómalækni eða hjá lýtalækni og fá ráðleggingar.   Ræddu þetta endilega við foreldra þína.  Ég veit til þess að það er hægt að laga ör heilmikið með lasermeðferð .  Þú getur skoðað að panta tíma t.d. á húðlæknastöðinni ( http://www.hudlaeknastodin.is/ ) eða hjá útlitslækningu (http://utlitslaekning.is/ ).  Kannaðu málið vel og möglega gætir þú fengið ódýrari meðferð með tilvísun frá heimilislækni.  Gæti verið þess virði að kanna málið a.m.k. því lasermeðferð kostar þó nokkuð.
Gangi þér vel.

18. ágúst 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016