Er hægt að notast við bæði egg- og sæðisgjöf í einu?

16. apríl 2018

Spurning

Ég er kona, og segjum sem svo að mig langi að eignast barn með maka mínum sem er líka kona. Okkur langar að nota eggin mín, en maka mínum langar að ganga með og fæða barnið. Er heimilt fyrir okkur að notast við bæði egg- og sæðisgjöf í einu? Eða þarf að vera læknisfræðileg ástæða fyrir því að við viljum notast við mín egg og ekki hennar, t.d. ef hennar egg eru ekki nothæf fyrir tæknifrjóvgun?

Sæl

Góð spurning hjá þér sem ég á því miður erfitt með að svara.  Ég tel ekki að það þurfi að vera læknisfræðileg ástæða fyrir því að velja að nota egg frá gjafa í stað eigin eggja þó að um sæðisgjafa sé að ræða líka.  En ég get því miður ekki sagt hvort það hefur áhrif á árangur eða kostnað.  Ég tel ekki að það ættu að vera neinar frábendingar við það að önnur ykkar gangi í gegnum eggheimtuna og hin gangi með barnið.  Ekkert sem mér dettur í hug amk. en ég er auðvitað ekki sérfræðingur á þessu sviði. 

Þetta útilokar samt einföldustu leiðina að tæknifrjóvgun en þá er sæði sprautað inn í leg konu eftir að egglos verður (oftast eftir örvun eggjastokka).  Þá þarf s.s. ekki að sækja egg og frjóvga það utan legsins, s.s. glasafrjóvgun.  Ég þekki því miður ekki muninn á árangri en glasafrjóvgun er mun kostanðarsamari og tekur lengri tíma.  

Það er að mörgu að huga í þessu mikilvæga verkefni og skrefi í sambandinu ykkar.  Ég ráðlegg ykkur að hafa samband við IVF klínikina, Livio Reykjavík annað hvort í síma 430 4000 eða senda póst á reykjavik@livio.is og leitast við að fá svör við þessum spurningum þar.  

https://livio.se/livio-reykjavik/om-oss/

Gangi ykkur sem best.

 

16. apríl 2018

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?