Er sæðið mitt skrýtið?

25. júlí 2014

Spurning

Halló ég og konan mín erum að reyna að eignast barn og ég var að velta því fyrir mér hvort að sæðið mitt sé eitthvað skrýtið. Hef séð lítið af öðru sæði en það sem ég hef heyrt er að það eigi að vera hvítt og þykkt. Sæðið mitt er nefninlega alveg tært nánast eins og vatn og frekar þunnt. Svo losa ég ekki nema eina teskeið. Er það of lítið? Svo langaði mig í leiðinni að forvitnast um það hvort að það sé eðlilegt að vera lengi að fá það? Þannig er málið að ég get verið 20 mínútur að fá það og yfirleitt hef ég ekki þol til þess að klára því að ég þarf að hamast allann tímann þannig að ég tek hann inn á milli út og runka mér til að halda út og flýta fyrir. Er það alveg í lagi??

Ekkert af þessu sem þú lýsir hér í bréfinu bendir til þess að eitthvað sé að hjá þér. Sæði getur verið misjafnt að lit, áferð og bragði. Hvítt, ljósgulleitt eða glært. Allt saman eðlilegt. Magnið sem kemur við fullnægingu getur líka verið misjafnt, en um það bil ein teskeið er alveg eðlilegt. Það getur komið minna magn ef það er stutt síðan þú fékkst fullnægingu síðast. Magn sæðis segir ekkert til um hve mikið magn af sæðisfrumum er í því og það er það sem skiptir máli varðandi frjósemina. Magn af sæðisfrumum og hvort að þær séu duglegar að synda. Ef þú hefur áhyggjur af þessu og þið hafið verið að reyna lengi þá skaltu láta athuga málið. Það er þó talað um að ekki sé óeðliegt að reyna í um ár áður en farið er að athuga málið en það verðið þið að meta sjálf. Ef þið viljið fræðast um ófrjósemi þá bendi ég á vefinn; www.tilvera.is
 
Hvað varðar að þurfa langan tíma til að fá fullnægingu við samfarir þá getur það átt margar orsakir. Lyf geta haft áhrif (sérstaklega þunglyndislyf) og áfengi getur haft áhrif. Ef þú ert vanur að fróa þér hratt og heldur fast um typpið þá getur það verið sú örvun sem þú ert vanur og erfitt að ná fram við samfarir. En séns að æfa sig og nota fróun með inn á milli eins og þú ert að gera. Einnig getur verið að þú missir fókus þegar þú ert með konunni þinni ef þú ert mikið að spá í hvað henni finnst gott (hljómar eins og eitthvað sem þú átt að vera að gera samt..). Þarft að hafa hugann við hana, hvað henni finnst gott en einnig að einbeita þér að því að þú náir þínu takmarki. Spurning ef að hún fær það fyrst og svo getir þú einbeitt þér að þínu. Stundum er stress málið, erfiðleikar í sambandinu eða í lífinu almennt.
 
Þetta er ekki eitthvað sem þarf að verða stórt vandamál og þið getið stillt ykkar kynlíf eins og þið viljið. Auðvitað þarftu að fá það inn í hana til að búa til barn. En það er ekkert óeðlilegt við að fróa sér inn á milli til að komast nær takmarkinu. Þið verðið sjálf að meta hvort þetta er vandamál í ykkar kynlífi og þá væri gott að ræða við lækni til að byrja með til að útiloka líkamlega þætti og fá svo ráð varðandi sálrænar ástæður. Einnig getið þið farið í viðtal til kynfræðings.
Vona að allt gangi upp hjá ykkur,
bestu kveðjur, íris

 

25. júlí 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018