Er stúdentspróf af Listnámsbraut fullnægjandi til að stunda nám í sálfræði í háskóla?

06. október 2016

Spurning

Ok sko ég veit ég er snemma í þessu  en semsagt ég er að verða búin með 1 og hálft ár af 3 á listnámsbraut til stúdentsprófs við Borgarholtsskóla (http://bhs.is/namid/brautir/listnam/). Ég fór að læra þetta af því þetta hljómar spennandi og skemmtilegt, en ég hef verið mikið að spá hvað ég ætla að gera eftir Borgó. Ég hef mikið pælt í salfræði til dæmis við HR, en veit ekki með HÍ þeir eru ekki með eins góða síðu svo ég geti kynnt mèr námið og það sem ég hef geta séð er ekki svo traustvekjandi. Samkvæmt síðunum þarf stúdentspróf (ekki tilgreint hvernig stúdentspróf) eða eitthvað meira ef það er til staðar sem inntökuskilyrði. Þannig að mín spurning er sú get ég sótt um í  sálfræði með studentspróf af listnámi?.

Takk fyrir

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það er aldrei of snemmt að huga að framtíðinni en maður á samt líka að njóta þess að vera í núinu.

Stúdentspróf úr framhaldsskóla dugar í nánast allt nám við Háskóla Íslands, sama af hvaða braut það er. Hinar ýmsu brautir framhaldsskóla veita hins vegar mismunandi grunn í því námi sem þú hyggst leggja fyrir þig.

 

Upplýsingar um inntökuskilyrði í sálfræði í HÍ er að finna hér: http://www.hi.is/salfraedideild/inntokuskilyrdi 

Hér getur þú séð hvernig námið er byggt upp, en þessi kennsluskrá miðast við að maður sé að byrja á haustmisseri 2016: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=100...

 

Gangi þér vel.

06. október 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Vinna |  10.05.2017
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð