Eru allar spurningar birtar?

22. apríl 2014

Spurning

Ég var að spá, eru allar spurningar sem þið fáið birtar á síðunni? :)

Góðan daginn

Það er alls ekki svo að allar spurningar sem berast okkur fari inn á vefinn. Fólk getur sjálft ákveðið hvort það vilji að spurning og svar birtist á vefnum. Eins og er þarf að taka það fram í spurningarammanum ef spurning á ekki að birtast en verið er að vinna að breytingum á síðunni þar sem hakað verður í viðeigandi reit sem segir til um það hvort spurning eigi að birtast eða ekki. Ef spurning inniheldur einhver persónueinkenni sem hægt er að rekja til spyrjanda breytum við spurningu þannig að þurrkað verður út allt sem rakið getur spurninguna til þeirra sem spyrja. Þar að auki birtum við alls ekki allar spurningar þó ekki hafi verið óskað eftir því, spurningar sem eru mjög viðkvæmar, skaðað geta spyrjanda eða aðra og spurningar sem eru mjög rekjanlegar en það er eitthvað sem ráðgjafar Tótal Ráðgjafar meta hverju sinni.

Vonandi svaraði þetta þinni spurningu.

Tótal kveðjur

22. apríl 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016