Eru þetta kynfæravörtur?

02. maí 2016

Spurning

Það er um það bil mánuður síðan að ég svaf hjá strák síðast. Um viku eftir fóru að myndast vörtur á ytri kynfæri hjá mér, ég hef verið með svona vörtur undir höndunum þegar ég var bara 12 ára og þær voru "frystar". Þær eru húðlitaðar, upphleyptar en samt einhvern veginn flatar, mig klægjar rosalega  bæði í þær og annarsstaðar í kring líka og það er aukin útferð og roði við leggöngin. Eru þetta kynfæravörtur? Hvað get ég gert? Ég er mjög feimin við að fara til læknis útaf þessu, en ef ég fer, hvert á ég að fara?

Þú verður að fara til læknis til að fá úr því skorið hvort þetta eru vörtur.  Samkvæmt lýsingu á einkennunum er líklegt að svo sé.  Þú getur pantað þér tíma hjá heimilislækni á þinni heilsugæslustöð, eða pantað þér tíma hjá kvensjúkdómalækni.   Þú getur einnig fengið tíma á göngudeild húð- og kynsjúkdóma og farið í skoðun þar (http://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/klinisk-svid-og-deildir/dag-og-gongudeildir/gongudeild-hud-og-kynsjukdoma/). Hugsaðu bara málið hvað hentar þér best.  Það kostar mest að fara til kvensjúkdómalæknis.  Þú verður svo alltaf að nota smokk við samfarir ef þú ert með vörtur því þær geta verið smitandi.

Gangi þér vel.

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heimilið |  21.04.2015
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?